20.8.2009 | 17:58
Ljósmyndasýning á Menningarnótt
Hver hefur ekki gaman af að skoða fallegar ljósmyndir?
Stjörnufræði er sérstaklega myndræn vísindagrein. Hubblessjónaukinn hefur sýnt okkur að auðvelt er að fanga athygli fólks þegar birtar eru fallegar ljósmyndir af viðfangsefnum stjarnvísindamanna.
Á Menningarnótt þann 22. ágúst næstkomandi hefst ljósmyndasýningin From Earth to the Universe á Skólavörðuholti fyrir framan Hallgrímskirkju. Sýningin er sett upp í tilefni af Menningarnótt 2009 og Alþjóðlegu ári stjörnufræðinnar. Tuttugu og sex ljósmyndir eru á sýningunni sem er eitt af alþjóðlegum verkefnum stjörnufræðiársins og nýtur meðal annars stuðnings Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO). Sýningin stendur yfir í mánuð.
Aðstandendur sýningarinnar eru:
Menningarnætursjóður
Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness
Stjörnufræðivefurinn
Sjónaukar.is
Við hvetjum að sjálfsögðu alla til þess að kíkja á sýninguna á Menningarnótt. Svo er um að gera að taka fjölskylduna með, ömmu og afa, mömmu og pabba, systkini og börn. Markmiðið er að sem allra flestir fái nú að sjá undur alheimsins.
Nánar er sagt frá þessu hér.
----
Á sýningunni er meðal annars ljósmynd af hinni glæsilegu Riddaraþoku í Óríon sem sést hér fyrir neðan. Riddaraþokan er einmitt hluti af risastóru sameindaskýi í stjörnumerkinu Óríon sem Sverðþokan í Óríon tilheyrir líka.
Ég veit til þess að margir hér á Moggablogginu eru áhugamenn um sólina. Þeir fá líka sitthvað fyrir sig því á sýningunni eru þrjár ljósmyndir af sólinni, meðal annars þessi hér:
Það jafnast fátt á við að sjá þessar myndir og fleiri til í stórri upplausn og góðri prentun. Þær eru óhemju glæsilegar.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.