25.8.2009 | 22:40
Nýjung: Íslenskt stjörnukort fyrir septembermánuð
Ný grein um stjörnuskoðun í september er komin inn á Stjörnufræðivefinn. Greinin er með öðru sniði en fyrri greinar um stjörnuskoðun mánaðarins því henni fylgir stjörnukort fyrir Ísland (að sjálfsögðu á íslensku) ásamt leiðarvísi fyrir byrjendur í stjörnuskoðun.
Við hvetjum lesendur til þess að prenta út báðar síðurnar og kíkja á himininn á fallegu haustkvöldi.
Hugmyndin er að búa til svona kort fyrir alla mánuðina í vetur. Við munum vita hér á blogginu þegar kortið fyrir október kemur inn á vefinn.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 22:43 | Facebook
Athugasemdir
Frábært framtak.
Loftslag.is, 26.8.2009 kl. 22:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.