Blásúla á Galapagoseyjum

Fyrir tveimur árum fór ég ásamt kærustunni minni til Galapagoseyja. Mig hafði lengi dreymt um að komast þangað og þegar við ákváðum að leggja í þriggja mánaða reisu um Suður-Ameríku með viðkomu í Ekvador kom ekkert annað til greina en að feta í fótspor Darwins.

Galapagoseyjar eru magnaður staður. Þróunarstaðreynd Darwins blasir við manni. Lífið er ótrúlega fjölbreytt milli eyja og dýrin einstaklega spök. Maður sér "hinir hæfustu lifa af". 

Á Norður-Seymoureyju sáum við tvo fugla sem vöktu sérstaka athygli okkar. Hinn fyrri kallast blásúla (Blue-Footed Booby) en hann er með áberandi bláa fætur og grábláleitan gogg, eins og sést á þessari mynd sem ég tók af einum slíkum:

Blásúla (Blue-footed Booby)

Íslenska heitið blásúla fékk ég hjá Guðna Kolbeinssyni sem þýddi bókina Dýrin. 

Á myndinni hér fyrir neðan sést blásúla með unga sínum. Fæturnir blána þegar þeir fullorðnast svo ungarnir eru með ljósa fætur.

Blásúla og ungi

Á Galapagoseyjum sér maður hina hæfustu lifa af. Ef blásúla eignast tvo unga lifir yfirleitt aðeins annar af (ef marka mátti leiðsögumanninn). Á myndinni hér fyrir neðan sjást tveir blásúluungar, annar var frekari og lifði af en hinn laut því miður í lægra haldi.

Blásúluungar

En hver er hinn fuglinn sem vakti athygli okkar? Ég ætla að segja frá honum einhvern tímann síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar

Þróunarstaðreynd Darwins blasir við..

Skemmtilegt orðalag   Staðreynd hljómar betur en 'bara' kenning.

Arnar, 2.9.2009 kl. 09:11

2 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Gerir það óneitanlega. Þetta er jú einu sinni staðreynd.

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 2.9.2009 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband