GigaGalaxy Zoom

Stjörnustöð Evrópu á suðurhveli (ESO) birti í gær gagnvirkt 360 gráðu kort af öllum næturhimninum. Kortið eða myndin er hvorki meira né minna en 800 milljón pixlar (80 megapixlar) og sýnir himinninn eins og hann birtist okkur með berum augum við bestu hugsanlegu aðstæður í Chile og á Kanaríeyjum. Ljósmyndarinn tók myndirnar með Nikon D3 myndavél.

Hægt er að skoða þetta glæsilega kort hér. Lesa má fréttatilkynningu ESO hér. Hugmyndir eru uppi um íslenska útgáfu, en við sjáum hvað setur.

----

Nú getur þú orðið "aðdáandi" bestu vefsíðu Vetrarbrautarinnar, og þótt víðar væri leitað, á Facebook. Það er um að gera, því þarna póstum við inn nýjustu fréttum, um leið og þær birtast, segjum frá áhugaverðum fyrirbærum á himninum og svo framvegis. Það ku víst vera mikilvægt á veraldarvefnum í dag að tileinka sér "social networking". Við reynum það og erum því með síðu á Facebook, Twitter, YouTube, Flickr og hér á Blog.is. Er eitthvað eftir?

----

Nýjustu Vísindaþættirnir eru komnir á netið. Hægt er að hlusta á þá hér. Í seinustu viku spjallaði Svanur Sigurbjörnsson læknir um óhefðbundnar lækningar og heilsukukl með áherslu á detox, það eldfima viðfangsefni. Í gær var svo Ólafur Ingólfsson, prófessor í jarðfræði við Háskóla Íslands, í góðu spjalli um rannsóknir hans á jöklunarsögu Íslands og heimskautasvæðanna, en einnig var komið inn á loftslagssögu jarðar síðastliðin 600 milljón ár.

Nú man ég hvað var eftir, við þurfum auðvitað að setja Vísindaþáttinn upp sem podcast sem hægt er að hlaða sjálfkrafa niður með hjálp iTunes. Stefnum að því í vetur.

----

Veist þú hvað Sjöstirnið heitir á japönsku?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband