23.9.2009 | 10:15
Bósi Ljósár viđ stífar ćfingar
Mér finnst ţetta góđ hugmynd hjá NASA og ţeir mćttu gera meira af ţessu. Ţegar viđ í Stjörnuskođunarfélaginu vorum međ krakkanámskeiđ fyrr á árinu notuđum viđ Wall-E til ađ líkja eftir Marsjeppunum Spirit og Opportunity, en Wall-E er einmitt ađ hluta til byggđur á ţeim.
Bósi Ljósár er nefndur eftir Buzz Aldrin sem var flugmađur tunglferjunnar í Apollo 11 og nćstfyrsti mađurinn til ađ stíga fćti á tungliđ. Hér er Bósi Ljósár viđ "stífar" ćfingar međ nafna sínum:
Ég las nýveriđ ćvisögu Buzz Aldrin sem nefnist Magnificent Desolation. Ţar lýsir hann mjög opinskátt baráttu sinni viđ ţunglyndi og alkóhólisma. Sem betur fer hefur hann náđ sér af ţví. Buzz Aldrin er sá Apollo geimfari sem er hvađ mest áberandi. Hann hefur oft komiđ fram í spjallţáttum vestanhafs, t.d. hjá David Letterman. Viđtal Ali G viđ ţennan merka mann er helvíti skemmtilegt.
Já, og vissir ţú ađ Buzz Aldrin var fyrsti mađurinn sem pissađi á sig á tunglinu? Skemmtileg stađreynd. Hann pissađi reyndar í poka sem geimfararnir báru innan í tunglbúningnum. Mađurinn er hetja.
Ţví miđur ţarf hann og ađrir tunglfarar ađ glíma viđ tungllendingarsamsćrisbjánana. Einn af forsprökkum samsćrisbullsins, Bart Sibrel, hefur ítrekađ veriđ stađinn af ţví ađ elta og áreita tunglfarna. Einu sinni elti hann Buzz Aldrin ţar sem Buzz var á leiđ í viđtal og krafđist ţess ađ hann viđurkenndi ađ tungllendingin vćri fölsuđ. Ţegar vitleysingurinn Bart Sibrel öskrađi á Buzz: "You are liar and a coward," tók Buzz einn góđan vinstrikrók og kýldi fífliđ. Sibrel, bjáninn sem hann er, kćrđi Buzz fyrir líkamsárás en sem betur fer tók dómarinn í málinu ekki mark á ţessum vitleysingi og lét máliđ falla niđur.
- Nánar um Apollo geimáćtlunina á Stjörnufrćđivefnum.
Bósi Ljósár slćr vistarmet í geimnum | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Flokkur: Vísindi og frćđi | Breytt s.d. kl. 10:24 | Facebook
Athugasemdir
Ţetta er reyndar hćgri höndin sem hann notar til ađ koma á höggi á manninn.
Hólmfríđur Jónsdóttir (IP-tala skráđ) 24.9.2009 kl. 00:45
Hehe, já ţađ er rétt. Hefđi átt ađ horfa á myndskeiđiđ áđur en ég setti ţađ inn.
Stjörnufrćđivefurinn (www.stjornufraedi.is), 24.9.2009 kl. 10:57
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.