Áhugaverðir fyrirlestrar á laugardag

Vert er að vekja áhugafólki um vísindi athygli á forvitnilegum fyrirlestrum sem fram fara laugardaginn 3. október. Klukkan 13:00 í stofu 132 í Öskju, Náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands, flytur Guðmundur Eggertsson, prófessor í erfðafræði, fyrirlestur um uppruna lífsins. Guðmundur var einmitt í viðtali í Vísindaþættinum á þriðjudaginn og er viðtalið nú loksins komið á netið.

Rúmri klukkustund síðar hefst fyrirlestur Einars H. Guðmundssonar, prófessors í stjarneðlisfræði, um stjörnuathuganir Rasmus Lievog í Lambhúsum á Álftanesi fyrir rúmum 200 árum. Sá fyrirlestur fer fram klukkan rúmlega 14:00 í Bessastaðakirkju. Að loknu erindi Einars fjalla Trausti Jónsson veðurfæðingur og Hilmar Garðarsson sagnfræðingur fyrirlestur um veðurathuganir Lievogs.

Nánari upplýsingar um fyrirlestrana eru hér.

----

Það eru enn laus sæti á stjörnuskoðunarnámskeiðið í næstu viku. Ekki missa af þessu frábæra námskeiði.

----

Við sögðum um daginn frá GigaGalaxyZoom. Þetta frábæra verkefni Stjörnustöðvar Evrópu á suðurhveli (ESO) var uppfært um daginn með 370 megapixla ljósmynd af Lónþokunni í Bogmanninum, sem tekin var með 67 megapixla myndavél á 2,2 metra breiðum sjónauka í Chile. Þessi fallega mynd nýtur sín vel á GigaGalaxyZoom og hægt er að ferðast inn djúpt inn í hana. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiríkur Sjóberg

Takk fyrir vísindalegan og áhugaverðan blogg-vef!

Eiríkur Sjóberg, 2.10.2009 kl. 14:33

2 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Takk kærlega fyrir hrósið!

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 5.10.2009 kl. 12:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband