Nánar um loftsteininn

Myndskeiðið styður það sem við skrifuðum áðan um umræddan loftstein. Þú getur lesið færsluna hér og fræðst nánar um loftsteina hér. Það er óþarfi að vera með getgátur, þetta er augljós loftsteinn.

Loftsteinninn sést í fremur stutta stund. Það bendir til þess að hann hafi ekki verið ýkja stór þótt hann hafi verið þokkalega bjartur. En eins og með öll stjörnuhröp, þá er þetta óskaplega fallegt. 

Fólk ætti tvímælalaust að gefa sér meiri tíma í að horfa upp í alheiminn. Hann er ótrúlega fallegur og það kemur fólki alltaf jafnmikið á óvart hvað hægt er að sjá.

Færslan við fyrri fréttina er hér.


mbl.is Loftsteinn yfir Árborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er hafið yfir allan vafa að hér hafa gestir utan úr geimnum verið á ferð, en á Stjörnufræðivefnum, sem þið ættuð að lesa, er einmitt fjallað heilmikið um þessa "óvenjulegu gesti" sem minnst er á í fréttinni sem þið vísið til. Hér ( http://www.stjornuskodun.is/slaem-stjoernufraeei/109-geimverur ) er á Stjörnufræðivefnum einmitt fjallað um brotlendingu geimvera. Lýsingin þar staðfestir álit lögreglunnar að um gesti utan úr geimnum hafi verið að ræða. Það er óþarfi að vera með getgátur um annað. Það ruglar bara fólk í ríminu.

Sjáið bara hvað geimvera frá NASA segir: SPACE ALIENS REAL, HAVE VISITED, SAYS FORMER NASA APOLLO ASTRONAUT

http://www.nowpublic.com/strange/space-aliens-real-have-visited-says-former-nasa-apollo-astronaut-1

Space Alien (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 21:32

2 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Jú jú, þetta var greinilega UFO að hrapa, það sér hver heilvita maður. Þetta sást mæta vel í Hafnarfyrði og að vængur UFOsins var beiglaður. Sjónarvottur í Kópavogi (Óli köttur) sagðist alveg vita allt um þetta! Bilaður dínamór hafi greinilega skilið eftir sig þessar grænu eldglæringar. Sömu glæringar hefðu sést líka þegar Gunnar Birgisson fór heim í fússi um daginn!

Þetta veit Wolfang

Eyjólfur Jónsson, 5.10.2009 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband