Dálítil vonbrigði en gögnin gleðja

Fyrir okkur sem áttum von á nokkru sjónarspili varð áreksturinn nokkur vonbrigði. Því miður sást fátt markvert í beinu útsendingunni sem NASA stóð fyrir. Mér fannst engu að síður mjög gaman að fylgjast með þessu enda ekki á hverjum degi sem svona flott og skemmtileg tilraun er framkvæmd. Þetta var jú tilraun og þegar tilraunir eru annars vegar er ómögulegt að segja til um niðurstöðuna. Menn geta getið sér til um hvað gerist, en náttúran hefur tilhneigingu til að koma okkur á óvart. Og það gerði hún svo sannarlega nú í morgun. 

Það sem öllu máli skiptir eru hins vegar gögnin sjálf sem aflað var. Vísindamennirnir sem starfa við leiðangurinn eru í skýjunum með hvernig til tókst. Dýrmætum og góðum gögnum var aflað sem vitaskuld á eftir að taka einhvern tíma að vinna úr. Þeirra mikilvægust eru litrófsgögnin því þau gera mönnum kleift að efnagreina það sem þeyttist upp af tunglinu. Hubblessjónaukinn var meðal annars notaður til þess sem og nokkrir aðrir gervihnettir á braut um jörðina. LRO fylgdist með gangi mál af braut um tunglið og staðfest hefur verið að hann greindi efnisskvettu eða mökk.

Mikilvægt er að hafa í huga að enn á eftir að vinna úr nánast öllum gögnunum. Og gögnin lofa mjög góðu.

Hér er mynd sem náðist í innrauðu ljósi af blossanum sem myndaðist við áreksturinn. Myndin var tekin úr 600 km fjarlægð.

lcross_blossi.jpg

Við reynum að birta nýjustu upplýsingar hér um leið og þær berast.


mbl.is Tvö geimför lenda á tunglinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Það verður fróðlegt að fylgjast með þessu. Takk fyrir góða umfjöllun.

Sveinn Atli Gunnarsson, 9.10.2009 kl. 17:21

2 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Takk fyrir skemmtileg blogg. Er komin niðurstaða hvort þeir hafi fundið vatn?

Þorsteinn Sverrisson, 9.10.2009 kl. 21:39

3 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Takk kærlega fyrir það báðir tveir.

Niðurstaðan um vatn kemur sennilega ekki fyrr en seint og síðarmeir. Það þarf að skoða öll gögn sem aflað hefur verið til að staðfesta það. Ég hlakka bara til að heyra niðurstöðurnar. NASA verður örugglega með blaðamannafund þegar þar að kemur og ætli þær niðurstöður verði ekki kynntar í Science. Það tekur alltaf nokkra mánuði. En við sjáum til hvað verður.

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 9.10.2009 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband