11.10.2009 | 15:13
Horft til stjarna frá Hvíta húsinu
Við sögðum frá því um daginn að bandarísku forsetahjónin buðu börnum, kennurum og stjörnuáhugafólki í stjörnuskoðun á lóð Hvíta hússins. Þarna var margt góðra manna að horfa upp í himinninn í tilefni af Alþjóðlegu ári stjörnufræðinnar 2009. Obama horfir í gegnum Celestron sjónauka. Það gleður mig. Þarna hefði verið gaman að vera.
Ræða hans er frábær, eins og svo oft áður. Ég mæli með því að þið hlustið á hana. Obama segir meðal annars:
NASAs equipment is some pretty powerful stuff. But astronomy also depends on the curiosity and contribution of amateur astronomers. [...] If they can discover something great, so can any of you other students who are here tonight. All you need is a passion for science.
Sama dag afhenti Obama bandarísku vísindaverðlaunin og sagði meðal annars af því tilefni:
there are those who say we cant afford to invest in science, that its a luxury at a moment defined by necessities. I could not disagree more. Science is more essential for our prosperity, our security, and our health, and our way of life than it has ever been. And the winners we are recognizing only underscore that point, with achievements in physics and medicine, computer science and cognitive science, energy technology and biotechnology. We need to ensure that we are encouraging the next generation of discoveries and the next generation of discoverers.
Mikið er nú hressandi að hafa forseta í Hvíta húsinu sem er annt um vísindin.
"Galíleó breytti heiminum þegar hann beindi sjónaukanum sínum til himna. Nú er komið að þér!"
----
Nokkrir hlutir hafa verið gerðir að opinberum vörum alþjóðlegs árs stjörnufræðinnar. Meðal þess er ótrúlegur sjónauki sem heitir Celestron FirstScope. Þetta er pínulítill sjónauki sem er samt nógu stór til þess að maður sjái eitthvað með honum. Ég fór út með hann um daginn, skoðaði gígana á tunglinu, Júpíter, Sjöstirnið, Andrómeduvetrarbrautina og meira að segja Hringþokuna í Hörpunni. Þrátt fyrir ljósmengunin sást þetta allt vel, eiginlega miklu betur en ég átti von á.
Ef þú vilt kaupa lítinn en góðan og ódýran stjörnusjónauka, þá mælum við heilshugar með Celestron FirstScope. Ef þú kaupir hann frá Sjónaukar.is færðu tímaritið Undur alheimsins í kaupbæti ásamt fræðslumyndinni Horft til himins. Horft til himins er einmitt önnur opinber vara stjörnufræðiársins. Tímaritið Undur alheimsins var svo sérstaklega gefið út í tilefni af ári stjörnufræðinnar hér á landi. Ekkert smá góður díll!
Á næstu vikum verður íslenskur leiðarvísir útbúinn og góðar upplýsingar um hvað skemmtilegt er að skoða með honum.
Já, við á Stjörnufræðivefnum erum hrifnir af þessum smáa en knáa stjörnusjónauka.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Mér finnst þið alltaf leita of langt yfir skammt að lífi í geimnum
þegar hægt er að finna það í bakgarðinum.
Er íslenska vísinda-akademían orðin svo hátt skrifuð að hún getur ekki kynngt orðum prófessora sem starfa hjá NASA?
http://www.youtube.com/watch?v=_KoR2t-iM9k&feature=related
Íslenska leyniþjónustan (IP-tala skráð) 11.10.2009 kl. 21:37
Það þarf meira en léleg YouTube myndbönd af mannanna verkum til þess að sannfæra okkur um geimveruheimsóknir. Ég vil halda þessu aðskildu, þ.e.a.s. geimveruheimsóknir og lífi í geimnum. Ég er sannfærður um líf í geimnum en fullur efasemda um geimveruheimsóknir.
Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 12.10.2009 kl. 08:48
Er hægt að tala um léleg You Tube myndbönd ef fremstu sérfræðingar NASA/NATO koma þar sjálfir fram og eru tilbúnir að leggja sinn vísindaheiður að veði?
http://www.youtube.com/watch?v=rYMWdDqDn68&feature=related
www.youtube.com/watch?v=2b_YOYR8kUY&feature=related
001 (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 11:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.