12.10.2009 | 08:41
Að gefnu tilefni
Rakst á frétt á Vísi.is um ekki-heimsendinn árið 2012. Mér sýnist nú fréttin skrifuð í kaldhæðni og gríni þannig að ég hef lítið hana að athuga, utan eitt atriði. Í fréttinni er vitnað í Maja indíána sem segir:
Sannleikurinn sé ósköp einfaldur, þeir sem gerðu dagatalið á 6. öld fyrir Krists burð vissu einfaldlega að á 25.800 ára fresti lentu jörðin, sólin og miðja vetrarbrautarinnar í beinni línu. Það myndi gerast þennan dag árið 2012 og því upplagt að láta dagatalinu lokið á þeim tímapunkti, segir Pixtun pirraður og frábiður sér meira rugl frá nýaldarsinnum, sjálfskipuðum Nostradamusar-spekingum og fólki sem hefur horft of mikið á History Channel-sjónvarpsstöðina.
Miðja Vetrarbrautarinnar er í stjörnumerkinu bogmanninum. Af því leiðir að sólin, jörðin og miðja Vetrarbrautarinnar eru í beinni línu á hálfs árs fresti. Þegar sólin er í bogmanni, seinni hluta desember og fram í miðjan í janúar, eru jörðin, sólin og miðja Vetrarbrautarinnar í beinni línu. Sex mánuðum seinna, þegar sólin er í tvíburunum, raðast sólin, jörðin og miðja Vetrarbrautarinnar aftur í beina línu.
En ég er sáttur með þessa frétt. Þetta 2012 rugl er með eindæmum vitlaust... svona álíka vitlaust og tungllendingarsamsærisbullið... og geimveruheimsóknir.
Endum þetta á frábæru lagi með bestu hljómsveit í heimi.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 12:34 | Facebook
Athugasemdir
Bíð spenntur eftir því að allir þessir 2012 heimsendasamsæriskenningarsmiðir uppgötvi Apophis.
Apophis er þó amk. til öfugt við td. goðsagnaplánetan Niribu/PlanetX.
2036 og 2068 verða spennandi ár :)
Arnar, 12.10.2009 kl. 10:15
Þeir eru áreiðanlega til, en það er svo langt þar til það gerist að fjölmiðlar nenna sennilega ekki að hafa áhuga á því.
Reyndar benda nýjustu mælingar stjörnufræðinga að hættan af Apófis hafi verið ofmetin, því miður segi ég því þetta hefði getað orðið mjög spennandi. Sjá hér.
Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 12.10.2009 kl. 10:53
Afstaðan í sólkerfinu í dag er algerlega einstæð líka og hefur ekki verið eins í 25.800 ár.
Jón Steinar Ragnarsson, 12.10.2009 kl. 10:57
Góður pistill, en þetta á samt að vera „AÐ gefnu tilefni".
Sverrir (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 12:12
Takk fyrir að leiðrétta það! Búinn að lagfæra.
Og já, við lifum alltaf á einstökum tímum þegar heimsendir er á næsta leyti.
Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 12.10.2009 kl. 12:35
Takk fyrir bloggin og stjörnufræðivefinn, hann er fræðandi og einstaklega skemmtilegur.
Þetta með bestu hljómsveitina, er það vísindalegt? ;)
Siggi (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 21:27
Takk fyrir hrósið.
Og já, það er fyrir löngu vísindalega sannað (af mér) að R.E.M. er besta bandið.
Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 13.10.2009 kl. 10:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.