Loftsteinn?

**Uppfært kl. 14:50** Eins og Stefán Ingason bendir á í athugasemd hér fyrir neðan segja sérfræðingar í Lettlandi að um gabb sé að ræða. Það fór þá eins og ég átti von á. Fann svo þessa frétt Associated Press um gabbið.

Þegar ég skoða myndirnar af þessu, er ég fullur efasemda um að þarna hafi verið um loftstein að ræða. Í fyrsta lagi sjást engar efnisskvettur frá gígnum, eins og sjá má á þessari mynd. Efnið sem var í gígnum hefði átt að þeytast burt frá honum, líkt og við sjáum í ferskum nýmynduðum gígum á tunglinu eða Mars til dæmis. Þess í stað hefur það bara hlaðist upp á brúnina. 

Að eitthvað hafi brunnið á botni gígsins er mjög sérkennilegt. Það er nefnilega algengur misskilningur að loftsteinar séu heitir, hvað þá logandi, þegar þeir falla til jarðar, eins og lesa má um hér. Grípum niður í greininni þar sem segir:

Ofurheitt loftið fyrir framan steininn, snertir hann í raun ekki þegar steinninn ferðast í gegnum lofthjúpinn. Hröð hreyfing loftsteinsins myndar höggbylgju í loftinu, líkt og hljóðfrá flugvél gerir þegar hún klýfur hljóðmúrinn. Höggbylgjan fyrir framan loftsteininn er þannig nokkra sentímetra frá honum.

Yfirborð loftsteinsins bráðnar vegna hita samanþjappaða gassins fyrir framan hann, og loftið sem streymir um hann blæs bráðinni utan af steininum, það er hann gufar upp. Orkan til að hita steinninn verður að koma einhvers staðar frá og því hægist á steininum eftir því sem meira af hreyfiorku hans breytist í ljós og varma. Hrapsteinninn fellur þannig einungis til jarðar á nokkur hundruð kílómetra hraða á klukkustund.

Þegar þarna er komið við sögu er hrapsteinninn enn frekar hátt í lofthjúpnum og það tekur hann nokkrar mínútur að falla til jarðar. Steinninn er búinn að vera lengi í lofttæmi geimsins og því er kjarni hans mjög kaldur. Þeir hlutar sem hitnuðu mest á ferðinni um lofthjúpinn hafa bráðnað og þeyst í burtu en einnig er loftið hátt í lofthjúpnum mjög kalt og hitar því ekki steininn. Loftsteinar sem ná til jarðar eru því ekki mjög heitir heldur allt frá því að vera volgir og niður í það að vera mjög kaldir (þaktir hélu).

En við bíðum bara spennt eftir því hvað kemur í ljós. Hér er ég einungis að túlka það sem ég hef séð og lesið. Kannski hef ég kolrangt fyrir mér. Kannski var þetta loftsteinn, en þá er þetta mjög sérkennilegur gígur ef svo er. Steinn sem myndar svona stóran gíg þarf að vera um eins metra breiður. Og þá er ættu líka að vera talsverðar efnisskvettur langt út frá gígnum og jafnvel brot úr honum. Að minnsta kosti er útilokað að steinninn hafi brunnið á botni gígsins.

Og aðeins til að bæta við fréttina. Stærsti steinninn sem fundist hefur á jörðinni er Hoba steinninn í Namibíu. Hann var úr málmum, aðallega járni og nikkel, og sjá má mynd af honum hér.


mbl.is Loftsteinn féll til jarðar í Lettlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir fróðleikinn. Ef þetta er ekki loftsteinn hvað gæti þetta hugsanlega verið?

Magnús Jón Hilmarsson (IP-tala skráð) 26.10.2009 kl. 14:01

2 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Takk fyrir það! 

Já, það er spurning hvað gæti verið um að ræða. Ég hef ekki hugmynd, en vonandi fáum við að vita það á næstu dögum. Ég er ekki tilbúinn að kaupa loftsteinsútskýringuna miðað við myndirnar. Held að eldurinn sé pottþétt fals, því loftsteinar eru einfaldlega ekki glóandi heitir þegar þeir falla til jarðar.

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 26.10.2009 kl. 14:26

3 identicon

Þetta er rétt hjá stjörnufræðivefnum, það er búið að gefa út hér í Lettlandi að þetta er gabb

Stefan Ingason (IP-tala skráð) 26.10.2009 kl. 14:40

4 Smámynd: Jón

Já mikið rétt og vel ályktað.

http://news.bbc.co.uk/2/hi/europe/8326483.stm

Jón, 26.10.2009 kl. 16:43

5 identicon

An interesting angle on the Latvian "meteor" hoax. Is that the Latvian Prime minister said recently that " the probability that Latvia will devalue its currency (which it most probably has to) is as likely as getting hit by something from outer space." Perhaps the joke /hoax stems from this statement. It might also have just been a clever way for the farmer to get some extra revenue in these difficult times since the landowner is now charging a fee for visitors to see the "meteor crater".

The International Economist (IP-tala skráð) 26.10.2009 kl. 17:47

6 identicon

Mér fannst einmitt ansi skrítið þegar ég las í fréttinni að það væri eldur logandi í gígnum.

Arnold Björnsson (IP-tala skráð) 26.10.2009 kl. 19:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband