26.10.2009 | 23:07
Reyndumst hafa rétt fyrir okkur
Við blogguðum við fyrri fréttina í dag og lýstum yfir efasemdum varðandi gíginn. Reyndar kom í ljós stuttu seinna að um gabb var að ræða. Nokkur atriði fengu okkur til að efast stórlega um að um loftsteinagíg væri að ræða:
- Engar efnisskvettur út frá gígnum.
- Logandi hlutur á botni gígsins. Loftsteinar eru ekki heitir þegar þeir falla til jarðar.
Við höfðum gaman af umfjöllun kvöldfrétta Ríkissjónvarpsins um þetta. Það var auðheyrt að fréttamennirnir lásu bloggið okkar því í fréttinni var sagt frá þessum tilteknu atriðum sem fengu okkur til að efast. Það er gleðiefni.
Það er líka gleðiefni að Mbl.is hafi birt aðra frétt sem skýrir frá gabbinu. Það gerist nefnilega ekki alltaf. Vísir.is hafa t.d. ekki birt frétt þess efnis. Hrós til mbl.is. **Uppfært** Eins og Arnar bendir á í athugasemdum hefur Vísir.is nú líka birt frétt þar sem fjallað er um gabbið. Hrós til þeirra líka.
Loftsteinar eru annars afar áhugaverð fyrirbæri. Loftsteinar geyma nefnilega upplýsingar um þær aðstæður sem ríktu við myndun sólkerfisins.
Lesa má nánar um loftsteina á Stjörnufræðivefnum.
Gígur í Lettlandi var gabb | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt 27.10.2009 kl. 12:37 | Facebook
Athugasemdir
Já, flott hjá þeim að leiðrétta þetta. Skref í rétta átt varðandi eftirfylgni á fréttum sem oft er ekki til staðar.
Fannst sjálfum gígurinn svona full 'fullkominn' (e. uniform) en hefði alveg keypt þetta, vissi ekki að loftsteinar væru kaldir (þeir eru alltaf sjóðandi heitir í bíó :))
En ein spurning varðandi það, loftsteinar koma kannski kaldir í gegnum lofthjúpinn en hitna þeir ekkert við áreksturinn sjálfan?
Arnar, 27.10.2009 kl. 09:21
Vísir eru líka kominir með uppfærslu: http://www.visir.is/article/20091027/FRETTIR01/868740428
Arnar, 27.10.2009 kl. 10:33
Bíómyndirnar hafa yfirleitt rangt fyrir sér. Mér fannst reyndar 2001: A Space Odyssey standa sig einna best með hljóðlausan geim. Það gaf skemmtilega tilfinningu. Þoli ekki þegar ég sé elda brenna og heyri háværar sprengjur springa í bíómyndunum.
Sú staðreynd að eldur brann á botni gígsins kom upp um þetta, fyrir utan auðvitað efnisskvettuleysið.
Þegar loftsteinar koma í gegnum lofthjúpinn þjappa þeir saman loftinu fyrir framan sig. Heitt loftið glóir. Ysta lag steinsins getur bráðnað en steinninn sjálfur er miklu stærri og kaldari innst eftir 4500 milljón ára dvöl í geimnum. Steinninn hitnar ekki nóg á leið sinni í gegnum lofthjúpinn til að vera heitur viðkomu þegar hann fellur til jarðar. Hann er í mesta lagi volgur og þá ysti hluti hans.
Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 27.10.2009 kl. 13:54
Í þáttaröðinni firefly þá er aldrei neitt hljóð þegar eitthvað er sýnt í geimnum. Það virkar bara mjög vel.
Ingó (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 16:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.