30.10.2009 | 10:32
Hvað gerist þegar vetrarbrautir rekast saman?
Einhverjar mestu hamfarir náttúrunnar verða eftir rúma þrjá milljarða ára, þegar Vetrarbrautin okkar rekst á Andrómeduvetrarbrautina.
Eða ekki. Það gerist nefnilega ósköp fátt þegar vetrarbrautir rekast saman. Stjörnurnar stíga dans sem þyngdarkrafturinn stjórnar. Engar stjörnur rekast á. Það verður aftur hrina stjörnumyndunar þegar gasið og rykið í báðum vetrarbrautunum rekst saman. Séð utanfrá verður þetta mikið sjónarspil í nokkra milljarða ára.
Ég rakst á þetta flotta myndskeið á vef hins innrauða Spitzer geimsjónauka. Þetta er mjög skemmtilegt myndskeið og fróðlegt. Ekki skemmir fyrir hvað leikkonan, Felicia Day, er sæt. Þetta kveikir alla vega í nördi eins og mér.
Sætar stelpur að tala um vísindi og sexý viðfangsefni eins og árekstur vetrarbrauta. Það gerist einfaldlega ekki betra.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Þetta er skemmtilegt og áhugavert myndband.
Petur Einarsson Skagen (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 21:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.