Ógnarstærð stjarnanna

Sólin er langstærsti hnötturinn í sólkerfinu og hefur að geyma um 99,9% massa þess. Í huga okkar er sólin sannkallaður risi og máttarstólpi alls lífs. En hversu stór er Sólin miðað við aðrar systur hennar? Þetta myndband sýnir innbyrðis stærðarhlutföll ýmissa stjarna (og reikistjarna). Myndbandið talar fyrir sig sjálft en sýnir vel hversu ægileg skrímsli stjörnur geta orðið. Sólin er sandkorn við hliðina á þeim!

 

Þess ber þó að geta að stjörnur á borð við sólina eru mun algengari. Því stærri sem stjörnur verða, þeim mun sjaldgæfari eru þær. Stjörnunum Rígel og Betelgás bregður fyrir í myndbandinu en það eru tvær björtustu stjörnurnar í stjörnumerkinu Óríon (á mynd: Betelgás uppi vinsta megin, Rígel niðri hægra megin). Rígel er gríðarheit blá stjarna u.þ.b. 80 sinnum stærri en sólin. Betelgás er svokallaður rauður risi að enda æviskeið sitt. u.þ.b. 940 sinnum stærri en sólin. Í Óríon er gullfalleg stjörnuþoka, Sverðþokan, sem allir ættu að skoða með stjörnusjónauka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Úff! Engar smástjörnur!

kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 31.10.2009 kl. 22:31

2 identicon

 Vá, það verður mikið um að vera þegar Betalgás brennur út og springur eða hrynur saman í svarthol. Nú er það ekki svo langt síðan að við héldum að jörðin væri miðja heims. Að jörðin væri stærsti hnöttur alheimssins, að Ísland væri stórasta land í heimi.

Kannski væri hollt fyrir hrokafulla og montna Íslendinga að lesa meira stjörnufræði.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 1.11.2009 kl. 11:28

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Tek undir það Haukur, ég fyllist auðmýkt þegar ég spái í óendanlega stærð alheimsins.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 1.11.2009 kl. 12:57

4 Smámynd: Guðmundur Benediktsson

VÁ VÁ VÁ ! ! ! 

Guðmundur Benediktsson, 1.11.2009 kl. 15:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband