3.11.2009 | 10:47
Magnað - myndir
Nú ætla ég að beita Vísir.is - Myndir aðferðinni til að draga fólk hingað inn og hafa titil þessarar færslu í samræmi við það.
Í gær flaug Cassini geimfarið framhjá Enkeladusi, fylgitungli Satúrnusar. Enkeladus er fremur lítið tungl, ekki ósvipað Íslandi að stærð, en alveg einstaklega heillandi. Á suðurpóli tunglsins eru sprungusvæði þaðan sem vatn gýs út úr tunglinu og út í geiminn. Við það kristallast vatnið og myndar einn af hringum Satúrnusar, E-hringinn.
Þegar Cassini farið nálgaðist Enkeladus í gær, tók það þessa mögnuðu mynd, sem ég fékk að láni frá Juramike á UnmannedSpaceflight.com:
Þetta er augljóslega hnöttur með heillandi jarðsögu. Ég get ekki annað en velt fyrir mér hvernig í ósköpunum þessar hrukkur á yfirborðinu hafa orðið til? Hér leikur ís sama hlutverk og berg á yfirborði jarðar. Ísinn færist til og frá, líkt og flekarnir á jörðinni.
Það er eiginlega alveg ótrúlegt að hugsa til þess að við getum skoðað myndir frá hnöttum í órafjarlægð, nánast í rauntíma.
Fleiri myndir í stærri upplausn má nálgast hér.
Alheimurinn er magnaður staður.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 13:28 | Facebook
Athugasemdir
Ótrúlega flottar myndir.
Þórhildur Daðadóttir, 3.11.2009 kl. 12:06
Já, alheimurinn er magnaður staður, ekki síst í ljósi þess að við getum hvergi annars staðar verið! :-)
kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 3.11.2009 kl. 12:33
Hrukkótt og sjúskað tungl - myndir :)
Bárður (IP-tala skráð) 3.11.2009 kl. 12:59
Góður, en klikkar á einu. 'Þeir' hjá Vísi klippa til tvær til þrjár myndir til að láta það líta út sem þeir hafi miklu fleirri myndir, og birta oft sömu myndinar oft. Væntanlega til að fá fleirri 'flettingar'.
Matti örviti bloggaði einmitt um þetta rétt áðan: Myndavitleysan á Vísi
Arnar, 3.11.2009 kl. 13:26
Hrukkótt og sjúskað tungl hefði verið kjörin fyrirsögn. Verst að detta það ekki í hug.
Sá einmitt þetta blogg hjá Matta. Þetta er ótrúlega dapurleg leið til að fjölga flettingum.
Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 3.11.2009 kl. 14:09
Skemmtilegt.
Takk takk.
Kristinn Theódórsson, 3.11.2009 kl. 22:25
Appelsínuhúðin á Enkeladusi - Myndir
Guðmundur Helgason (IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 08:44
Meiriháttar magnað og flott. Takk fyrir þetta.
Kama Sutra, 5.11.2009 kl. 10:38
Takk fyrir mig ;)
Sveinn Atli Gunnarsson, 5.11.2009 kl. 19:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.