7.11.2009 | 12:34
Carl Sagan dagurinn í dag
Í dag er Carl Sagan dagurinn. Mánudaginn 9. nóvember hefði þessi mikli meistari orðið 75 ára gamall, en hann lést langt fyrir aldur fram þann 20. desember 1996.
Carl Sagan hefur haft mikil áhrif á mig, sennilega meiri áhrif en nokkur annar ef foreldrar mínir eru undanskildir. Ég var ekki einu sinni fæddur þegar Cosmos þættirnir voru sýndir í sjónvarpinu, en þegar ég var 8 eða 9 ára komst ég yfir upptökur af þáttunum með íslenskum texta og horfði á. Þá var ekkert alltof langt síðan ég leit fyrst á Satúrnus í gegnum stjörnusjónauka og gjörsamlega heillaðist. Cosmos þættirnir gerðu ekkert annað en að efla þann áhuga gríðarlega, auk þess sem ég fékk áhuga á sögu vísindanna, eðlisfræði, líffræði og áttaði mig allt í einu á mikilvægi umhverfisverndar.
Carl Sagan á líka stóran þátt í enskukunnáttu minni. Þegar ég var vart byrjaður að læra ensku í skólanum fékk ég Cosmos bókina að gjöf. Enskan í henni var ekki sú einfaldasta en ég lagði mig fram um að reyna að þýða kaflana til að skilja þá og lærði heilmikið af. Nokkrum árum síðar áttaði ég mig á því hversu fallegur og ljóðrænn textinn er í bókini og þáttunum.
Ég á allar þær bækur sem Carl Sagan skrifaði. The Demon-Haunted World: Science as a Candle in the Dark er eflaust sú sem ég held mest upp á, en það er óður til efahyggju og vísinda. Broca's Brain er sömuleiðis frábær, svo ekki sé minnst á The Pale Blue Dot. Í Pale Blue Dot er þessi áhrifaríki kafli skrifaður út frá áhrifaríkri ljósmynd sem Voyager 1 geimfarið tók af sólkerfinu:
Cosmos þættirnir eldast ótrúlega vel þótt næstum þrjátíu ár séu liðin frá því að þeir voru frumsýndir í sjónvarpi. Ætli ég haldi ekki upp á daginn með því að horfa á einn þátt úr þessari frábæru þáttaröð.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Las Demon Haunted world fyrir ekki svo löngu og verð að segja það var frábær lesning. Þar fór hann um víðan völl um hjátrú og loddaraskap á öllum sviðum. Allt af yfirvegun og hans einkennandi elsku og einlægni. Átríðufullur án hroka, prédíkunar eða reiði. Leggur efnið bara út á borðið og lætur það að mestu í okkar hendur að meta.
Algerlega aðdáunarverð manneskj og mannvinur. Það verðu vonandi ekki langt að bíða þar til við eignums annan af sama kaliberi, en ég óttast að það gæti orðið langt.
Maur rennir yfir það í huganum hver er jafnoki hans í dag og vissulega eru margir verðugir popúlistar vísindanna, en einhvernveginn nær engin útgeislun Sagan.
Jón Steinar Ragnarsson, 7.11.2009 kl. 19:39
Glorious Dawn Sagan auto tune
http://www.youtube.com/watch?v=LzZJAkxCuzE
DoctorE (IP-tala skráð) 8.11.2009 kl. 11:08
Sagan er einn af þeim fágætu mönnum sem ekki aðeins hafa mikið fram að færa sem vísindamenn heldur hafa náðargáfu til að segja frá og vekja áhuga á vísindum.
Baldvin Ósmann (IP-tala skráð) 8.11.2009 kl. 11:51
"Carl Sagan á líka stóran þátt í enskukunnáttu minni. Þegar ég var vart byrjaður að læra ensku í skólanum fékk ég Cosmos bókina að gjöf."
Já þær voru undarlegar bækurnar sem kornungur drengurinn var að setja eftst á jólagjafalistann og veruleg fyrirhöfn var að nálgast þær. Leita þurfti til USA eftir þeim sjaldgæfustu. Markaðurinn fyrir þær á Íslandi var á smár,þá - það hefur breyst
En til hamingju með daginn hans Carl Sagan, Sævar Helgi....
Sævar Helgason, 8.11.2009 kl. 11:56
Stórkostlegt. Það er aðeins ein jörð. Hvenær ætlum við að meðhöndla hana sem slíka?
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 9.11.2009 kl. 21:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.