Þar sem við svífum um eins og rykarða...

Jörðin er langfallegasta reikistjarna sólkerfisins.

jordin_rosetta.png

Þessi stórglæsilega mynd sýnir heimili okkar í alheiminum í gær (12. nóvember), séð úr 633.000 km fjarlægð (1,5 sinnum meiri fjarlægð en tunglið). Myndin var tekin með ÓSÍRIS myndavélinni um borð í Rósetta geimfarinu. Er hún hluti af myndaröð sem sýna á snúning jarðar á einum sólarhring. Sú mynd verður víst birt síðar. Þú getur sótt stærri mynd hérna. Það er alveg þess virði. Hún er virkilega falleg.

Það slær mann strax að á myndinni eru engin merki um að þessi reikistjarna sé lifandi. Það sjást engin merki um mannkynið, sem þó hefur gríðarleg áhrif á þennan fagurbláa hnött. Á myndinni eru útlínur Suðurheimskautsins sýnilegar. Hafís undan ströndum þessarar stærstu eyðimerkur jarðar endurvarpar sólarljósinu sterkt sem veldur björtu blettunum neðst á jörðinni.

---

Þar sem það er föstudagurinn 13, þá má maður til með að hlæja aðeins. Mér var bent á þetta frábæra myndskeið þar sem "skotheld rök" fyrir sköpunartilgátunni eru sett fram.

Ég hef aldrei séð líf kvikna í hnetusmjörsdollunni hérna heima. Þar af leiðandi hlýtur þróunarkenningin að vera röng.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Í hve stuttu máli getið þið komið með pottþétta sönnun fyrir þróunarkenningunni?

Jón Valur Jensson, 13.11.2009 kl. 17:18

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Já, Jón. Hún hefur ekki verið hrakin í 150 ár. Ekki einu sinni með bananadæmi Comfort eða þessu hnetusmjörsdæmi.

Þróun er staðreynd.  Er kaþólska Kirkjan farin að boða sköpunar"kenninguna"?

Jón Steinar Ragnarsson, 13.11.2009 kl. 17:59

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Út á þetta gekk ekki spurningin, Jón Steinar. Og ég er að spyrja hina.

Jón Valur Jensson, 13.11.2009 kl. 20:53

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það nennir enginn að svara hlöðnum spurningum þínum. Það bítur enginn á "pottþétt" agnið þitt.

Jón Steinar Ragnarsson, 13.11.2009 kl. 22:02

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Bíddu nú við, hvernig er spurningin "hlaðin", Jón Steinar? Með því að minnast á "pottþétta" sönnun? Ég get alveg eins sagt: "100% sönnun" eða sjálfljósa sönnun eða röknauðsynlega sönnun út frá réttilega grunduðum og gefnum forsendum, ef þér finnst það betra. En ég hefði haldið að þessir menn ættu nú hægt með að koma með svarið. Er það ekki undirstöðuatriði hjá þeim?

Jón Valur Jensson, 14.11.2009 kl. 03:09

6 identicon

Vá, þetta myndband er rosalegt. Held að þessi maður ætti að taka nokkra líffræðikúrsa.

Annars á ég vinkonu í Bandaríkjunum sem lenti í því um daginn að einkunnin hennar var lækkuð niður úr A í B. Það er svo sem ekki frásögunni færandi nema það að verkefnið sem hún fékk einkunn fyrir var fyrirlestur um upphaf alheimsins. Skiljanlega fjallaði hún um miklahvell en var lækkuð niður um einkunn vegna þess að hún minntist ekkert á sköpunarkenninguna. Ef þetta væri hér á landi þá yrði allt brjálað.

Hildur Maria (IP-tala skráð) 14.11.2009 kl. 19:04

7 Smámynd: Arnar

JVJ, þróunarkenningin telst sönn að því leiti að en sem komið er hefur ekkert fundist sem afsannar hana.  Hinsvegar hafa allar líffræðilegar uppgötvanir sem komið hafa fram síðan Darwin setti kenninguna fyrst fram, til dæmis DNA, sýnt að kallinn hafði rétt fyrir sér í megin atriðum.

Til samanburðar má skoða afstæðiskenninguna, hún telst sönn þótt það séu stórir gallar í henni, tildæmis varðandi tilurð hulduefnis (e. dark matter) sem á að mynda 95% af massa alheimsins en engin hefur fundið.  Það hefur bara engum tekist að afsanna hana hingað til.  Var einmitt að lesa áhugaverða grein um þetta á vísindi.is: Þurfum við hulduefni?

En bæði þróunarkenningin og afstæðiskenningin eru álitnar sannar þar til annað kemur í ljós.

Arnar, 16.11.2009 kl. 09:44

8 Smámynd: Arnar

Sorglegt að heyra Hildur, en ég hef reyndar lent í svipuðu hérna á íslandi, ekki á prófi reyndar.

Í framhaldskóla skrifaði ég (íslensku) ritgerð þar sem ég færði rök fyrir því að hjátrú hverskonar væri sprottin upp úr 'fávisku', þ.e. hún væri notuð til að útskýra eitthvað sem menn skildu ekki.  Í lokin hélt ég því fram að í framtíðinni yrði þörfin fyrir hjátrú alltaf minni og minni með auknum skilningi manna á umhverfi sínu og að lokum yrði engin þörf fyrir guði að nokkru tagi.

Ég fékk C eða D fyrir ritgerðina, fékk ýmist A+, A eða A- fyrir allar aðrar ritgerðir vetrarins.  Útskýringin sem ég fékk hjá kennaranum var að hún skildi ekki hvað ég var að meina.  Fyrir henni var það óhugsandi að það væru ekki til guðir.

Arnar, 16.11.2009 kl. 09:51

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Mikið ertu alvitur, Arnar.

Jón Valur Jensson, 16.11.2009 kl. 12:15

10 Smámynd: Arnar

Þú baðst um það, eða er ég kominn í flokk með Jón Steinari og má þá í framhaldi ekki taka skrif þín til mín?

Arnar, 16.11.2009 kl. 12:40

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, ég bað ekki um alvizku-yfirlýsingar.

En ert þú aðstandandi síðu þessarar?

Jón Valur Jensson, 16.11.2009 kl. 13:24

12 Smámynd: Arnar

Ekki aðstandandi, nei.  Bara aðdáandi.

Og pottþéttasta 'sönnunin' fyrir þróunarkenningunni er sú að hún hefur ekki verið afsönnuð, 150 árum og öllum nútímavísindum seinna.

Arnar, 16.11.2009 kl. 13:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband