Stjörnuhiminninn í morgun

Í Vísindaþættinum á morgun verður fjallað um risaeðlur. Gestur þáttarins er Paul Sereno, steingervingafræðingur við Chicagoháskóla, sem hefur víst fundið steingervinga af risaeðlum í fimm heimsálfum. Sereno er svona Indiana Jones steingervingafræðinnar og án efa skemmtilegur viðmælandi. Hann fann risakrókódíl sem lifði fyrir 110 milljón árum og kallast "Sarcosuchus imperator".

Í síðustu viku áttum við afar skemmtilegt spjall við Hafdísi Hönnu Ægisdóttir, plöntuvistfræðing, um lífríki eyja og sérstöðu þeirra. Hafdís hélt fyrirlestur um sama efni í Öskju síðasta laugardag í tilefni Darwin daga 2009. Sá þáttur, sem og þáttur morgundagsins, verða komnir inn á vefinn á miðvikudaginn.

----

Stjörnuhiminninn í morgun var sérstaklega glæsilegur. Ljónið var áberandi á suðurhimni og þar við hliðina Krabbinn og svo Tvíburarnir. Á morgunhimninum nú eru tvær reikistjörnur sjáanlegar, Mars og Satúrnus. Prófaðu að skoða Satúrnus í stjörnusjónauka. Hún er ótrúlega tignarleg.

Þú getur smellt á myndina til að sjá stærri útgáfu.

Ef þú átt ekki sjónauka er um að gera að bæta úr því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er bara að forvitnast, frá hverju skín ljósið sem er núna í þessum skrifuðu orðum vinstra megin fyrir neðan tunglið?

Theódóra (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 20:22

2 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Það er Júpíter! Sjá hér á kortinu fyrir neðan textann (gagnvirka kortið). Þetta gagnvirka kort sýnir stjörnuhiminninn yfir Reykjavík á þessari stundu. 

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 23.11.2009 kl. 20:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband