Lag alþjóðaárs stjörnufræðinnar 2009

Nú þegar búið er að kynna til sögunnar mynd alþjóðaársins, sjónauka alþjóðaársins o.fl. hérna á blogginu þá er kannski við hæfi að birta lag sem er tileinkað alþjóðaári stjörnufræðinnar 2009. Lagið nefnist „Spaced Out“ en höfundur þess er Michael Davis, stjörnuáhugamaður og lagasmiður í Bandaríkjunum. Hluti af myndunum er frá stjörnuteiti við Patoka vatn í suðurhluta Indiana. Hinar eru frá sjónaukum sem stjörnufræðingar nota og þar af nokkrar frá Hubblesjónaukanum.

Gjörið þið svo vel! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar

Svona passlega nördalegt án þess að vera leiðinlegt.  Myndirnar hjálpa reyndar til við að halda athyglinni

Arnar, 27.11.2009 kl. 17:08

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ein þessara stjarna verður framtíðarheimkinni Jarðarbúa. Verðum búin að leysa tæknivandamál,sem þarf til að nema þar land ,rétt áður en ólíft verður á Jörðinni.

Helga Kristjánsdóttir, 28.11.2009 kl. 01:49

3 identicon

Frábært lag.

Tómas Zoëga (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 11:39

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Skemmtilegt lag :-)

Svo er fjallað um stjörnusjónauka í Sunnudagsmogganum. Þann sama sjónauka og fjallað er um hér að ofan.

Ágúst H Bjarnason, 28.11.2009 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband