Ef jörðin hefði hringa eins og Satúrnus

Rakst á þetta forvitnilega myndskeið á netinu. Stundum er ég nefnilega spurður að því hvernig væri umhorfs ef jörðin hefði tignarlegt hringakerfi eins og Satúrnus. Þetta myndskeið svarar spurningunni mjög vel. Frá Íslandi séð yrði hringakerfið við sjóndeildarhringinn en við miðbaug mjó ræma. Þeir yrðu einstaklega tignarlegir að sjá frá stöðum eins og New York.

Ég er reyndar mjög sáttur við að jörðin hafi ekkert hringakerfi. Þeir myndu nefnilega birgja okkur sýn út í alheiminn!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhildur Daðadóttir

Sá einmitt þetta myndskeið um daginn. Og fannst áhugavert. En deili með þér feiginleikanum á að það skuli ekki vera hringir umhverfis jörðina. En vissulega er pælingin áhugaverð.

Þórhildur Daðadóttir, 3.12.2009 kl. 18:43

2 identicon

Áhugavert og flott.

En þá er önnur pæling, hversu þéttir/gagnsægir eru þessir hringir?
Myndi falla dimmur skuggi, jafnvel myrkur á það svæði sem yrði í hvarfi fyrir sólu en sneru samt að henni. Sérstaklega þá á hærri breiddargráðum norður og suður. 

Það gæti orðið ruglingslegt :)

Siggi Óla (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 11:01

3 identicon

Væru hringirnir (hringurinn) ekki þéttari en hjá Satúrnusi? Bæði er ummál jarðar minna og svo er tunglið okkar frekar stórt og efnismikið.

Tómas Zoëga (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 11:31

4 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Siggi Óla: Já það myndi falla skuggi á það svæði sem yrði í hvarfi fyrir sólu. Við sjáum það gerast á Satúrnusi. Ef þú skoðar þessa mynd hér, þá sést hversu stór skugginn er sem fellur á reikistjörnuna sjálfa af hringunum.

Tómas: Ég er ekki viss, en veit þó að hringarnir yrðu pottþétt ekki svona útlítandi þar sem tunglið okkar er stórt og mjög áhrifamikið. Júpíter hefur ekki svona hringakerfi, meðal annars vegna þess hve stór og massamikil Galíleótunglin fjögur eru og hversu nálægt Júpíter þau eru. Stóru tungl Satúrnusar eru töluvert langt fyrir utan hringana.

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 4.12.2009 kl. 17:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband