Meiri lýsing er ekki það sama og betri lýsing

Við höfum ítrekað reynt að koma því á framfæri að meiri lýsing sé ekki það sama og betri lýsing. Það er erfitt fyrir okkur að taka afstöðu til þess hvort það sé í lagi að stytta lýsingartímann en við erum ánægðir með að borgaryfirvöld séu farin að líta til sparnaðar í þessum málaflokki.

Stjörnuskoðun, sparnaður og umferðaröryggismál geta vel farið saman. Með betri ljóskerjum sem minnka glýju má auka öryggi í akstri þar sem ökumenn truflast ekki jafnmikið af ljósum frá ljósastaurum framundan. Á þennan hátt verður lýsingin markvissari og þá þarf ekki að nota jafnmikla orku til þess að lýsa upp göturnar. Um leið minnkar ljósmengun vegna ljóss sem berst til hliðar og upp til himins og nýtist ekki við götulýsingu. Allir græða!

Hér er umfjöllun um ljósmengun á Stjörnufræðivefnum og á bloggi Ágústs Bjarnasonar.


mbl.is Segja sparnað í lýsingu skapa hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Ég er afskaplega hlynntur þessum aðgerðum. Mér finnst borgin persónulega alltof upplýst og sums staðar alveg hræðilega illa upplýst. Ég vil ekki eilíft myrkur og er fylgjandi lýsingu, góðri og smekklegri sem er ekki lýti á umhverfinu.

Í skýrslu Umferðarstofu yfir umferðarslys árið 2008 kemur fram að flest slys verða vegna vegna gáleysi eða rangra ákvarðana ökumanna. Slys verða helst í hálku, vegna biðskyldu sem ekki er virt og ölvunar. Þar á eftir kemur slæmt skyggni eða birtuskilyrði (bls 38). 

Á síðu 39 í sömu skýrslu er farið yfir aðstæður þegar umferðarslys urðu árið 2008. Þar kemur fram að flest slys verða í dagsbirtu, þar á eftir við venjulega götulýsingu og svo loks þar á eftir í myrkri. Ekkert banaslys varð árið 2008 í myrkri samkvæmt skýrslunni. 

 

Ég held að þetta sé af hinu góða. Fólk sem ég tala við telur sig ósjálfrátt aka hægar þegar birtuskilyrði minnka. Lögmál eðlisfræðinnar (hreyfiorkujafnan) segja okkur svo að við hægari akstur verða slys ekki jafn slæm. Vonandi verður þessi birtuminnkun til þess að fólk aki hægar. Það eykur öryggi allra og sparar fólki um leið eldsneytiskostnað.

- Sævar

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 4.12.2009 kl. 18:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband