19.12.2009 | 11:09
Kúúúúl
Mér finnst þessi mynd frá Cassini geimfarinu alveg hreint stórfengleg:
Hér sést skuggi Títans falla á Satúrnus. Ef vel er að gáð sést að hálfskugginn er loðinn. Hringarnir varpa litlum skugga nú um stundir enda stutt síðan hringarnir sneru beint í átt að sólu. Nú er að vora á norðurhvelinu sem þýðir að sólin er að lýsa ofan frá og varpa hringarnir þunnum skugga á suðurhveli. Hringskugginn fer vaxandi þegar líður á Satúrnusarárið sem telur um 29 jarðarár
Títan er risastórt tungl, stærra en reikistjarnan Merkúríus en örlítið minni en Mars. Yfirborðið er ísilagt enda um 180°C frost þar allt árið og þar leikur metan svipað hlutverk og vatn á jörðinni. Það fellur sem regn, safnast í læki, ár og stöðuvötn. Eitt stöðuvatnanna á Títan er nefnt eftir mjög frægu íslensku stöðuvatni. Hvaða vatn skyldi það vera?
Ég minni svo á að við verðum með kynningu á sjónaukum í verslun A4 á Smáratorgi í dag milli 15 og 17. Verð þar með fuglasjónauka, stjörnusjónauka, handsjónauka og fylgihluti.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Eitt af mínum uppáhaldsbloggum :-)
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 19.12.2009 kl. 21:43
Flott mynd.
Og voru ekki fréttir af því núna um helgina að sést hefðu merki um þoku á Titan?
Minnir það amk., hefði kannski átt að checka áður en ég skrifaði þetta :)
Arnar, 21.12.2009 kl. 10:57
Takk fyrir það Arinbjörn. Kúld nafnið, ertu ekki eitthvað skildur honum Inga Þór Kúld, gamla fótboltafélaga mínum úr FH?
Arnar, nú veit ég ekki. Það er stöðugt ansi þokukennt á Títan þar sem ekki sést niður á yfirboðrið vegna þoku. Getur verið að þú eigir við endurvarp af stöðuvötnum á pólsvæðinu sem sýndi óumdeilt fram á að um vötn hafi verið að ræða?
Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 21.12.2009 kl. 20:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.