Vetrarsólstöður í dag

Eflaust sakna margir sólarinnar þessa myrkustu daga ársins. Í dag eru vetrarsólstöður eða vetrarsólhvörf. Þá er sól lægst á lofti og nóttin löng, en smám færist hún aftur hærra á himinninn, dag tekur lengja á nýjan leik og sólin færir okkur birtu og yl.

Af öllum stjarnfræðilegum fyrirbærum verðum við sennilega áþreifanlegast vör við árstíðirnar. Árstíðirnar breyta jú hitastigi og veðurfari umtalsvert á flestum stöðum á jörðinni. Margir halda að árstíðaskiptin séu af völdum breytilegrar fjarlægðar jarðar frá sólinni en svo er aldeilis ekki. Jörðin er nefnilega næst sólu í janúar þegar það er hávetur hjá okkur á norðurhvelinu en hásumar á suðurhvelinu. 

Hvers vegna verða árstíðaskipti og hvers vegna er hlýrra á sumrin en veturna fyrst mismunandi fjarlægð jarðar frá sólu hefur þar engin áhrif? Svörin við þessum spurningum er að finna hér í grein okkar um árstíðirnar.

arstidir_mynd4


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

hér kemur fram að jörðin sé næst sólu í janúar þegar það er vetur hér á landi. Það eru þá væntanlega mildari vetur en ella sökum þess eða hvað?

Er jörðin þá fjærst sólu um sumarsólstöður á norðurhveli? Sem þýðir þá að sumrin hér á landi eru kaldari en sumur á suðuhveli jarðar?

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 21.12.2009 kl. 17:40

2 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Nákvæmlega. Munurinn er samt tiltölulega lítill, hann er miklu meir á Mars þar sem braut hans er með meiri miðskekkju. Sjá hér.

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 21.12.2009 kl. 17:54

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Takk fyrir.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 22.12.2009 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband