26.12.2009 | 14:39
Tíu bestu stjörnuljósmyndir ársins 2009
Stjörnufræði er einstaklega myndræn vísindagrein. Á tíðum líkjast niðurstöður stjarnvísinda helst listaverkum.
Á ári stjörnufræðinnar 2009 tóku stjörnufræðingar, stjörnuáhugamenn og sendiherrar jarðarbúa í sólkerfinu, þúsundir ljósmynda af undrum alheimsins. Margar þessara mynda eru í gullfallegar og verðskulda að sem flestir fái notið þeirra.
Myndirnar sem hér eru valdar tíu bestu stjörnuljósmyndir ársins 2009 voru fyrst og fremst valdar út frá fegurðargildi, en ekki síður vísindalegu.
Við hverja mynd er lýsing á því sem fyrir augum ber, enda eru fyrirbærin ekki síður áhugaverð en myndirnar fallegar.
Sjá Tíu bestu stjörnuljósmyndir ársins 2009.
Njóttu vel.
p.s. Sendu hlekkinn endilega á Facebook, á bloggið þitt og til vina og vandamanna.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt 27.12.2009 kl. 12:26 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.