Færsluflokkur: Vísindi og fræði
16.7.2009 | 09:11
Apollo 11 á leið út í geiminn
Klukkan 13:32 í dag 16. júlí, eru fjörutíu ár liðin frá því að Saturn V eldflaug hófst á loft með Apollo 11 frá Kennedy geimferðamiðstöðinni í Flórída. Fjórum dögum síðar gengu menn í fyrsta sinn á tunglinu.
Til að halda upp á 40 ára afmæli þessarar sögulegu geimferðar mun NASA endurflytja hljóðupptökur frá leiðangri Apollo 11 á nákvæmlega sama tíma og upphaflega útsendingin fór fram árið 1969. Útsendingarnar byrja klukkan 11:32 í dag, tveimur klukkustundum áður en Apollo 11 var skotið á loft. Leiðangrinum verður síðan fylgt eftir allt til heimkomu þann 24. júlí. Á vef NASA getur þú líka skoðað lendingarstað Arnarins og þá hluti sem skildir voru eftir á tunglinu.
NASA mun líka nota Twitter til að fylgja eftir leiðangrinum í "rauntíma":
Apollo 11 til Houston: AP11_Spacecraft
Houston til Apollo 11: AP11_Capcom
Örninn til Houston og Kólumbíu: AP11_Eagle
En hvernig var ákveðið að Neil yrði fyrstur til að ganga á tunglinu? Svarið er að finna hér.
15.7.2009 | 22:19
Einn merkasti atburður mannkynssögunnar
Milljónir manna fylgdust með því í beinni sjónvarpsútsendingu þegar Apollo 11 var skotið út í geiminn miðvikudaginn 16. júlí árið 1969, klukkan 13:32 að íslenskum tíma. Efst á Saturn V eldflauginni sátu þrír geimfarar um borð í Apollo 11. Fjórum dögum síðar, þann 20. júlí 1969, urðu þeir Neil Armstrong og Buzz Aldrin fyrstu mennirnir til að ganga á yfirborði annars hnattar. Í ár eru fjörutíu ár liðin frá einum merkasta atburði mannkynssögunnar; fjörutíu ár frá fyrstu fótsporunum á tunglinu.
Á Stjörnufræðivefnum er mjög ítarleg grein um leiðangurinn þar sem farið er yfir forsöguna, ferðalagið til tunglsins, tunglgöngurnar og heimkomuna.
![]() |
Minnast fyrstu skrefanna á tunglinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 22:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.7.2009 | 15:16
Meira um leiðangur Endeavour á Stjörnufræðivefnum
![]() |
Töf Endeavour kostar NASA 4,5 milljónir dala |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.7.2009 | 11:21
Arftaki Hubbles
Í maí síðastliðnum heimsóttu geimfarar Hubblessjónaukann í hinsta sinn. Öll helstu markmið leiðangursins náðust. Sett voru upp tvö ný mælitæki og gert við gamla myndavél sem hafði bilað. Skipt var um rafhlöður og stjórnbúnað og miðunarbúnaður sjónaukans endurnýjaður. Loks settu geimfarar upp nýjar hlífar til þess að verja sjónaukann fyrir ryki sem hann rekst á í geimnum. Eftir þessa endurnýjun ætti sjónaukinn að eiga fimm ár framundan hið minnsta. Gert er ráð fyrir því að um það leyti verði nýjum geimsjónauka sem nefnist James Webb geimsjónaukinn skotið á loft.
James Webb sjónaukinn verður heldur stærri en Hubble. Hubble er á stærð við strætisvagn en James Webb verður álíka stór og tennisvöllur. Spegill James Webb verður 6,5 metri í þvermál á meðan spegill Hubbles er "aðeins" 2,4 metrar í þvermál.
Ekki er hægt að koma svo stórum sjónauka fyrir í hefðbundinni eldflaug. Þess vegna er sjónaukanum pakkað saman og hann látinn opna sig líkt og fiðrildi að klekjast úr eggi sínu. Þar má ekkert fara úrskeiðis enda útilokað að fara í viðhaldsleiðangur til James Webb þar sem hann verður ekki á hringsólu umhverfis jörðina líkt og Hubble, heldur verður honum komið fyrir í 1,5 milljón km fjarlægð frá jörðinni.
Þú getur lesið allt um James Webb geimsjónaukann í nýrri og fróðlegri grein á Stjörnufræðivefnum. Í greininni er myndskeið sem sýnir sjónaukann opna sig og þar er líka fróðleikur um spegilinn sem er húðaður með 24 karata gulli!
----
Nýjasti Vísindaþátturinn er líka kominn á vefinn. Í gær leit Karen Meech, stjörnufræðingur við Hawaiiháskóla, til okkar í spjall um sumarskólann í stjörnulíffræði og halastjörnur.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 11:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.6.2009 | 09:35
Vísindaþátturinn í dag
Í Vísindaþættinum í dag kíkir Karen Meech, stjörnufræðingur við Hawaiiháskóla, til okkar í spjall. Karen Meech er sérfræðingur um halastjörnur og tók meðal annars mikinn þátt í Deep Impact leiðangrinum til halastjörnunnar Tempel 1 árið 2005. Hún hefur mikið verið að rannsaka uppruna vatns á jörðinni.
Þátturinn hefst kl. 17 í dag á Útvarpi Sögu, FM99,4.
29.6.2009 | 09:11
Vatn, ís og uppruni lífs í alheiminum - fræðslukvöld í kvöld
Í kvöld fer fram fræðslukvöld í stjörnulíffræði í sal 1 í Háskólabíói kl. 18:30. Fluttir verða þrír stuttir fyrirlestrar og að loknu stuttu hléi fer fram sýning á stuttri fræðslumynd um rannsóknir á lífi á ís, á Suðurheimskautinu og Mars. Nánar á Stjörnufræðivefnum eða 2009.is.
Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að mæta á þessa fróðlegu fyrirlestra. Ég held að enginn verði svikinn af því að fræðast örlítið um niðurstöður Phoenix leiðangursins til Mars, ístungl gasrisanna í ytra sólkerfinu og halastjörnur. Fyrirlesararnir eru allt vísindamenn í fremstu röð í heiminum á sínu sviði.
26.6.2009 | 18:51
Sennilega svalasta vídeó sem ég hef séð lengi
Við bentum um daginn á glæsilegar ljósmyndir sem geimfarar um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni tóku af Sarychev eldfjallinu á Kúrileyjum. Í dag birti NASA hreyfimynd af eldgosinu sem er hreint ótrúleg.
Þú getur nálgast miklu betri gæði hér.
Vá!
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 20:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.6.2009 | 09:06
Fræðslukvöld um vatn, ís og líf í alheimi
Mánudaginn 29. júní fer fram fræðslukvöld um stjörnulíffræði fyrir almenning í tilefni af ári stjörnufræðinnar og alþjóðlegs sumarskóla í stjörnulíffræði, sem haldinn er hér á landi á vegum NASA, NordForsk, Hawaiiháskóla og Háskóla Íslands. Fræðslukvöldið nefnist Rannsóknir á íshnöttum í sólkerfinu (Exploring Other Icy Worlds) og þar flytja þrír erlendir vísindamenn stutta fyrirlestra um rannsóknir sínar á reikistjörnunni Mars, ístunglum ytra sólkerfisins og halastjörnum. Að fyrirlestrunum loknum verður sýnd stutt fræðslumynd frá SETI stofnunni í Bandaríkjunum um leit að lífi á Suðurheimskautinu og á Mars. Fræðslukvöldið fer fram í Sal 1 í Háskólabíói og stendur yfir frá kl. 18:30 til 21:30 með hléi á milli.
Dagskrá fræðslukvöldsins er að finna hér.
Nánari upplýsingar um þennan forvitnilega sumarskóla er að finna hér.
25.6.2009 | 18:14
Fleiri íslenskir staðir í sólkerfinu
Það eru fleiri staðir í sólkerfinu nefndir eftir íslenskum mönnum eða stöðum.
Þú getur lesið allt um það hér.
Ég er ánægður með Pressan.is, þeir meira að segja linka á vefinn. Vona að Moggamenn geri það líka, nú eða búa bara til nýja frétt um íslenska staði í sólkerfinu.
Uppfært: Sé að Mbl.is er búinn að bæta þessu inn. Mjög ánægður með það.
![]() |
Grindavík á Mars |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 20:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.6.2009 | 08:41
Ótrúleg mynd af eldgosi
Geimfarar hafa einstak sýn á jörðina og lífið - af himnum ofan. Þessa ótrúlegu mynd af eldgosi í Sarychev eldfjallinu á Kúrileyjum tók einn geimfarinn um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni.