Samlífi með sólinni

**Uppfært kl. 17:00** Fresta varð geimskotinu fram til morguns vegna óhagstæðra veðurskilyrða.

Á morgun Í dag (kl. 15:26 að íslenskum tíma) sendir NASA á loft nýtt gervitungl sem rannsaka á sólina með nákvæmari hætti en nokkurn tímann áður. Gervitunglið heitir Solar Dynamics Observatory og er fyrsti leiðangurinn í "Living with a Star" verkefni NASA sem snýst um rannsóknir á áhrifum sólar á jörðina.

Geimskotið verður að sjálfsögðu sýnt í beinni útsendingu hjá NASA.

Solar Dynamics rannsóknarstöðin á jarðsnúningsbundinni braut yfir Nýju-Mexíkó, ólíkt öðrum sólkönnunarförum á borð við SOHO og STEREO sem eru milli jarðar og sólar. Þetta er vegna þess að SDO sendir daglega 1,5 terabætum af gögnum til jarðar eða stöðugt 16 mb á sekúndu, sem er talsvert meira gagnaflæði en í hefðbundinni internettengingu. Á einu ári aflar SDO því hálfu petabæti af gögnum! Þetta gagnamagn samsvarar því að maður hlaði niður 500.000 lögum á hverjum degi.

SDO sér sólina skarpar en nokkurt annað geimfar. Ljósmyndir geimfarsins af sólinni verða 4096 x 4096 pixlar eða með tífalt meiri upplausn en 1080p háskerpusjónvarpsmyndir. Þetta eru sambærileg gæði og maður sér og upplifir í IMAX kvikmyndahúsi. SDO mun þ.a.l. sýna okkur smáatriði á sólinni sem hafa sjaldan eða aldrei sést áður.

Fylgst með geimveðrinu

c2w.gifSDO á að fylgjast með því hvernig segulsvið sólar myndast, hvernig það er uppbyggt og hlutverki þess í orkuríkum atburðum á sólinni eins og sólvindinum, sólblossum og kórónuskvettum. Sólvindurinn er stöðugur straumur rafhlaðinna agna sem streyma frá sólinni og út í sólkerfið. Sólblossar eru öflugar sprengingar á sólinni sem þeyta miklu magni efnis út í geiminn. Kórónuskvettur eru enn öflugri sprengingar í kórónu sólar sem þeyta milljörðum tonna af efni út í geiminn á milljóna km hraða á klukkustund. Saman mynda öll þessi fyrirbæri geimveður. Með því að öðlast betri skilning á sólvirkninni getum við lært að spá fyrir um geimveðrið.

En hvers vegna er mikilvægt að geta spáð fyrir um geimveðrið? Ofsafengið geimveður getur valdið geimförum lífshættu og skapað hættu um borð í flugvélum á sveimi yfir pólsvæðum jarðar. Fjarskiptakerfi, samskiptatungl og GPS-gervitungl og rafmagnskerfi á heimilum okkar geta orðið fyrir miklum skakkaföllum í kjölfar storma á sólinni.

Ég get ekki beðið eftir því að sjá fyrstu myndirnar frá geimfarinu. Þetta er SOHO á sterum og ég á því von á einhverju mögnuðu! 

Ég fjallaði stuttlega um leiðangurinn í Vísindaþættinum á Útvarpi Sögu í gær og í Íslandi í bítið í morgun (mp3). 

- Sævar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Þetta verður aldeilis spennandi   

Það verður alveg einstakt að geta fylgst með stjörnu í návígi, næstum eins vel og maður væri staddur þar.  Eiginlega er þetta ótrúlegt.  Þekking manna á eftir að aukast verulega á næstu árum.

Nú er bara að krossa fingurna og vona að allt gangi vel í dag .

Ágúst H Bjarnason, 10.2.2010 kl. 08:25

2 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Ég var ángæður með Morgunblaðið í dag. Á blaðsíðu 14 er fjallað stuttlega um leiðangurinn og vísað til umfjöllunar Stjörnufræðivefsins.

Ég vona svo innilega að geimskotið takist í dag. Get ekki beðið eftir að sjá hana í návígi, eins og þú segir Ágúst.

- Sævar

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 11.2.2010 kl. 11:35

3 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Bein útsending:

Program Note: The NASA TV public channel is currently airing live coverage of the launch of the Solar Dynamics Observatory. Live coverage of the space shuttle Endeavour's STS-130 mission is available on the media and education channels.

 http://www.nasa.gov/multimedia/nasatv/index.html?param=public

Ágúst H Bjarnason, 11.2.2010 kl. 15:24

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Prófa að smella hér.

Ágúst H Bjarnason, 11.2.2010 kl. 15:26

5 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Jibbí! SDO farinn á loft. Nýr kafli í könnun mannsins á sólinni að hefjast!

Alltaf eru geimskot jafn tignarleg.

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 11.2.2010 kl. 15:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband