Stjörnuskoðunarfélagið á Safnanótt

safnanott_logo_listasafn.jpgÁ föstudagskvöld (12. febrúar) verður Safnanótt haldin á höfuðborgarsvæðinu. Öll helstu söfn verða opin af því tilefni og aðgangur ókeypis. Á Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu standa Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness og Stjörnufræðivefurinn fyrir lifandi fræðslu um tunglið og geimferðir fyrir gesti og gangandi.

Á Safnanótt ætlum við að skýra út fyrir fólki á leikrænan hátt hvers vegna tunglið vex og dvínar, hvers vegna við sjáum aðeins aðra hlið þess og hvernig gígarnir á tunglinu verða til svo fátt eitt sé nefnt. Vel getur verið að fólk fái tækifæri til að snúast eins og nifteindastjörnur, reyndar aðeins hægar, en markmiðið þar er að útskýra hvers vegna þessar sprengistjörnuleifar snúast jafn hratt og raun ber vitni. Ef veður leyfir munum við reyna að líta til stjarna.

Við lofum skemmtilegri dagskrá í Listasafni Reykjavíkur á föstudagskvöld. Dagskráin hefst klukkan 19:30 og stendur til 22:30 eða svo. Allir eru að sjálfsögðu hjartanlega velkomnir. Í leiðinni gefst gott tækifæri til að skoða mjög flotta sýningu á verkum Errós á geimförum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband