Hársbreidd framhjá

Fjarlægðin milli jarðar og tungls er milli 365.000 og 406.000 km svo þetta er hársbreidd framhjá jörðinni á stjarnfræðilegum mælikvarða. Mikilvægt er að hafa í huga að smástirni smýgur þetta nálægt framhjá jörðinni á nokkurra vikna fresti.

Það er hins vegar gaman að velta fyrir sér hvað myndi gerast ef smástirni af þessari kæmi inn í lofthjúp jarðar. Þyrftum við að hafa áhyggjur? Á vef Lunar and Planetary Laboratory í Arizona er hægt að reikna þetta út í grófum dráttum.

Til að áætla hugsanleg örlög smástirnisins þurfum við fyrst að áætla eðlismassa þess. Eðlismassinn fer eftir því úr hvaða efnum smástirnið er. Sé smástirnið að mestu úr ís er eðlismassinn í kringum 1000 kg/m3. Sé smástirnið úr bergi er eðlismassinn um 3000 kg/m3 en 8000 kg/m3 sé það úr hreinu járni. Bergsmástirni eru algengari svo við skulum gera ráð fyrir að eðlismassinn sé 3000 kg/m3. 

Dæmigerður hraði smástirnis þegar það kemur inn í lofthjúp jarðar er um 17 km/s. Algengasta innfallshornið er sennilega 45 gráður.

Steinninn myndi byrja að brotna upp í rúmlega 50 km hæð yfir jörðinni. Í um 20 km hæð splundrast hann. Brot úr steininum næðu til jarðar en enginn gígur myndi myndast. Þetta yrði mögnuð ljósasýning!

Í versta tilfelli væri steinninn úr járni. Þá myndi hann byrja að brotna upp í um 14 km hæð og splundrast í 3 km hæð. Stór brot næðu til jarðar og lítil þyrping gíga gæti myndast. Þetta yrði enn magnaðari ljósasýning, en hér væri betra að vera ekki of nálægt.

Sem betur fer ver lofthjúpur jarðar ver okkur fyrir þessum vágestum. 

Hafa ber í huga að þetta eru aðeins vangaveltur, gerðar til gamans. Miklir óvissuþættir eru í öllum útreikningum af þessu tagi.

Ítarefni á Stjörnufræðivefnum

Minnum að lokum á frétt okkar um nýja mynd frá Hubble geimsjónaukanum.
- Sævar

mbl.is Smástirni fer framhjá jörðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er út í hött að kalla stein eða ísmola sem er 22 m í þvermál, smástirni eða hnött.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.4.2010 kl. 18:16

2 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Það er langt í frá út í hött, en skiptir að öðru leyti nákvæmlega engu máli.

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 8.4.2010 kl. 18:48

3 Smámynd: Arnar

Damn, missti af þessu í gær.  Hefði verið einhver von um að þetta smástirni hefði verið sjáanlegt frá jörðu þegar það fór framhjá?

Arnar, 9.4.2010 kl. 09:45

4 identicon

Tek undir með Arnar. Sást stirnið frá Íslandi?

Gunnar (IP-tala skráð) 9.4.2010 kl. 14:27

5 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Smástirnið hefði því miður ekki sést því birta þess var alltof lítil. Samkvæmt töflunni hér á vef NASA var birtustigið 22. Daufustu stjörnur sem sjást með berum augum eru í kringum birtustig 6. Smástirnið var því nokkur þúsund sinnum daufara.

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 9.4.2010 kl. 14:45

6 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

lítið smástirni??

Ólafur Ingi Hrólfsson, 12.4.2010 kl. 00:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband