Afmæli Hubblessjónaukans

Þann 24. apríl næstkomandi verða tuttugu ár liðin frá því að Hubblessjónaukanum var komið á braut um jörðina. Síðan hefur sjónaukinn orðið eitt afkastamesta vísindatæki sögunnar og bylt sýn okkar á alheiminn. Með honum hafa stjörnufræðingar mælt útþenslu alheimsins, greint fjarlægustu og elstu vetrarbrautir sem þekkjast í alheiminum og séð stjörnur fæðast djúpt í innviðum stjörnuþoka Vetrarbrautarinnar.

Á ljósmyndum Hubbles eru svör við mörgum af mikilvægustu spurningum stjarnvísindanna um alheiminn.

En myndirnar eru ekki aðeins vísindalega mikilvægar heldur oftar en ekki algjör listaverk. Í tilefni af afmælinu höfum við tekið saman tíu glæsilegar myndir frá Hubble. 

Smelltu hér til að skoða listaverk Hubblessjónaukans


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jónsson

Er ekki við hæfi að setja inn tengil á 3D útgáfu af The Ultra Deep Field?

Páll Jónsson, 14.4.2010 kl. 20:27

2 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Heldur betur!

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 14.4.2010 kl. 20:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband