Skrugguveður á Satúrnusi

6064_14503_0.gifLofthjúpur Satúrnusar er nístingskaldur og stormasamur. Við höfum lengi vitað að þar er stundum skrugguveður en aldrei hafa náðst myndir af því fyrr en nú. 

Myndskeiðið hér undir sýnir eldingar í skýi á næturhlið Satúrnusar. Hringar Satúrnusar lýsa skýið svo það sést dauflega á myndum Cassini geimfarsins. Skýið er 3000 km breitt þar sem það er breiðast, álíka og fjarlægðin milli Reykjavíkur og Rómar. Á þeim sextán mínútum sem athuganirnar standa yfir breytist svo stórt ský sjáanlega ekki neitt. Búið er að þjappa þessum athugunum saman í tíu sekúndna myndskeið. Hver elding stendur yfir í innan við eina sekúndu. Svæðið sem lýsist upp er um 300 km breitt.

Hægt er að skoða myndskeiðið hér. Ef þú hækkar í hátölurunum "heyrast" þrumurnar á formi útvarpsmerkja sem Cassini greindi.

6064_14504_1.jpg

Minni á fyrri bloggfærslu okkar um listaverk Hubble geimsjónaukans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Glæsilegt. Takk fyrir.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 15.4.2010 kl. 01:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband