23.4.2010 | 10:50
Hubble á afmæli - ný, gullfalleg ljósmynd
Þann 24. apríl 1990 hóf geimferjan Discovery sig á loft frá Canaveralhöfða í Flórída. Um borð í geimferjunni var nýr og byltingakenndur geimsjónauki, Hubble geimsjónaukinn.
Til að fagna árunum tuttugu birti NASA og ESA nýja og alveg ótrúlega glæsilega ljósmynd af stjörnumyndunarsvæði í 7500 ljósára fjarlægð í stjörnumerkinu Kilinum. Frétt um myndina má finna hér.
Ég gapti fyrst þegar ég sá þessa mynd. Það er eitthvað svo ótrúlega magnað og fallegt við staðina þar sem stjörnur eru að fæðast og mynda sólkerfi. Hugsaðu þér, í þessu skýi eru öll þau frumefni sem finnast innan í okkur; hráefnin sem þarf í líf! Ég fæ bara gæsahúð við að hugsa um þetta.
Þú getur skoðað stærri mynd og lesið meira um hana á Stjörnufræðivefnum.
- Sævar
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.