Hubble á afmæli - ný, gullfalleg ljósmynd

Þann 24. apríl 1990 hóf geimferjan Discovery sig á loft frá Canaveralhöfða í Flórída. Um borð í geimferjunni var nýr og byltingakenndur geimsjónauki, Hubble geimsjónaukinn.

Til að fagna árunum tuttugu birti NASA og ESA nýja og alveg ótrúlega glæsilega ljósmynd af stjörnumyndunarsvæði í 7500 ljósára fjarlægð í stjörnumerkinu Kilinum. Frétt um myndina má finna hér.

hubble_afmaelismynd_litil.jpg

Ég gapti fyrst þegar ég sá þessa mynd. Það er eitthvað svo ótrúlega magnað og fallegt við staðina þar sem stjörnur eru að fæðast og mynda sólkerfi. Hugsaðu þér, í þessu skýi eru öll þau frumefni sem finnast innan í okkur; hráefnin sem þarf í líf! Ég fæ bara gæsahúð við að hugsa um þetta.

Þú getur skoðað stærri mynd og lesið meira um hana á Stjörnufræðivefnum.

- Sævar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband