Íslenska er stundum tungubrjótur

Það hefur vafalaust ekki farið framhjá neinum að útlendingum reynist einstaklega erfitt að bera orðið Eyjafjallajökull fram. Þetta falleg, einfalda og fullkomlega skiljanlega nafn.

Íslenskan er stundum tungubrjótur. Á ferðalagi mínu til Suður Afríku klæddist ég einu sinni bol sem á stóð "Alþjóðlegt ár stjörnufræðinnar" og er auðvitað bara bein þýðing á "International Year of Astronomy". Ég var í tíu manna hópi sem fór og skoðaði Góðravonarhöfða þegar tveir ferðafélagar mínir furðuðu sig á íslenska heitinu á stjörnufræðiárinu. Þeir reyndu að bera þetta fram en áttu í talsverðum erfiðleikum með það. Mér fannst það svo óskaplega fyndið að ég gat ekki stillt mig um að taka það upp. Svona bera portúgalinn Pedro Russo og suður afríkumaðurinn Kevin Govender þetta fram.

(Af einhverjum ástæðum kemur upp villa þegar ég set myndskeiðið hingað inn. Hægt að sjá það hér.)

Þessi ferð var hrikalega skemmtileg!

- Sævar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að þessu!

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 17:55

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta með eyjafjallajökull, þá var samt eins og íslendingar áttuðu sig ekki á hvað var aðalmálið þar.  þe. í framburði fyrir erlenda.

Það var ekkert aðallega af því orðið væri langt eða þess háttar heldur fyrst og fremst tvöfalda "LL" hljóðið.

Þetta hljóð heyrir maður hvergi annarsstaðar og það kemur tvisvar fyrir í orðinu og sterkara LL hljóð í endann.

Þetta líkist mest úr einhverju smell máli - þe. ef slíkt mál er til.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.4.2010 kl. 21:48

3 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Úti í Suður Afríku heyrði ég rosalegt smell mál sem kallast Xhosa. X-ið er borið fram eins og K með smelli sem minnir helst á tyggjókúlusmell. Ég reyndi hvað ég hvað að bera þetta fram eins og innfæddir en án árangurs.

LL hljóðið er örugglega álíka erfitt.

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 29.4.2010 kl. 12:07

4 identicon

Hérna er eitt gott grín sem er um Eyjafjallajökul :)

http://www.youtube.com/watch?v=h9gP4dZZxJM

Þórhallur (IP-tala skráð) 2.5.2010 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband