30.5.2010 | 20:21
Stjörnufræðivefurinn fær andlitslyftingu
Lesendur bloggsins og Stjörnufræðivefsins hafa eflaust tekið eftir því að við höfum ekki birt marga nýja pistla eða nýjar fréttir upp á síðkastið. Það á sér góðar skýringar. Nú í sumar fær Stjörnufræðivefurinn tímabæra andlitslyftingu frá Hugsmiðjunni. Útlit vefsins breytist til hins betra og í leiðinni færum við okkur úr vefkerfinu Joomla í Eplica 2. Þetta mun gjörbreyta vefnum þannig að hann verður miklu notendavænni og auðveldari í uppfærslu.
Í sumar ætlum við þess vegna að vinna að því að uppfæra og bæta þær greinar sem fyrir eru og skrifa nýtt efni. Ef þið lumið á góðum hugmyndum, eða einhverju sem þið vilduð vilja sjá á vefnum þætti okkur vænt um að heyra af því.
Nýi vefurinn opnar um svipað leyti og skólar hefja störf í haust. Við munum opna með pompi og prakt, kynna nýjungar og margt fleira spennandi. Nánar um það síðar.
Núverandi forsíða Stjörnufræðivefsins. Nýi vefurinn verður gjörbreyttur.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Óska ykkur alls hins besta í þessari vinnu. Hlakka til að sjá nýja vefinn.
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 30.5.2010 kl. 23:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.