Kannski ekki móðir allra hamfara

Mér þykir þetta full djúpt í árinni tekið hjá frænda okkar í Noregi þótt vissulega sé alltaf hætta á öflugum sólgosum þegar sólblettasveiflan nær hámarki á 11 ára fresti eða því sem næst. Það eina sem við getum gert að fylgjast náið með stjörnunni sem glæðir jörðina lífi.

Ýmislegt verra gæti hent okkur en sólgos og segulstormar, t.d. gæti árekstur smástirna valdið miklu manntjóni. Og við gætum alveg staðið okkur betur í að finna þau. Það væri líka miklu miklu verra ef gammablossi ætti sér stað nálægt okkur. Þá fyrst gætum við farið að tala um hamfarir.

Fólk getur alveg sofið rótt og hætt að hafa áhyggjur í bili. Árið 2013 verða alveg örugglega þó nokkrir misöflugir sólblossar og segulstormar sem valda engu tjóni. En það er auðvitað aldrei hægt að segja aldrei. Hins vegar er óþarfi að hræða fólk. Ég hlakka bara til að sjá falleg norðurljós á himni næstu árin.

Mig langar að lokum til að benda fólki á að hægt er að nálgast ágætar upplýsingar um þessi málefni á vefnum okkar. 

Já, og við settum inn nýja frétt á vefinn í morgun.

- Sævar

mbl.is Jörðin er í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hamfarirnar verða líklega ekki vegna beinna áhrifa á manninn heldur áhrif á tækjabúnaðinn okkar.

Stórt sólargos getur haft þau áhrif að allir tölvukubbar eyðileggjast og að allt rafmagn detti út í langan tíma. Við erum að tala chaos þar sem milljónir manna myndu deyja og það myndi taka mörg ár fyrir nútímasamfélag að byggja sig aftur upp.

Þetta er auðvitað í versta tilfelli en það er fræðilegur möguleiki.

Geiri (IP-tala skráð) 23.9.2010 kl. 17:41

2 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Við vitum það mætavel að áhrifin eru fyrst og fremst á rafveitukerfi og það getur orðið æði langvinnt og kostnaðarsamt að vinna úr því eins og þú bendir réttilega á. Í skýrslu sem unnin var fyrir stuttu kemur fram að í verstu hugsanlegu tilvikum gæti það tekið 4 til 10 ár að lagfæra allt og kostnaðurinn yrði mjög hár (2 trilljónir dollara).

En það breytir því ekki að verið er að hræða fólk að óþörfu og það er aðalpunkturinn sem við erum að reyna að koma á framfæri. Ég starfa hjá stjarneðlisfræðingi sem stundar rannsóknir á segulsviði jarðar og fylgist mjög vel með þessu öllu saman. Það er ekkert sem bendir til þess að í vændum sé öflugasti segulstormur sögunnar. Þegar þar að kemur er rétti tímapunkturinn að hafa áhyggjur af því. Í millitíðinni er mikilvægara fyrir okkur að fylgjast vel með sólinni og læra sem mest um hana og samspil hennar við jörðina. Það kostar sáralítið í samanburði við hugsanlegt tjón af völdum öflugs segulstorms.

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 23.9.2010 kl. 18:20

3 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Ég veit hvar ég verð næst þegar öflugur sólblossi og segulstormur á sér stað: Úti undir heiðskírum stjörnuhimni. Norðurljósin þann dag verða mögnuð!

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 23.9.2010 kl. 18:22

4 identicon

Já já en það er gott að hræða fólk hóflega svo það sé gert eitthvað. Það þarf að fjárfesta í því að auka þol tækja og rafkerfa gagnvart þessu ásamt því að gera áætlun um hvernir eigi að bregðast við þegar stór stormur skellur á.

Það er hægt að takmarka tjónið og minnka líkurnar á að fólk láti lífið með því að fjárfesta smá, sem yrði eingöngu pínulítið brot af því sem við gætum tapað ef ekkert er gert.

Geiri (IP-tala skráð) 23.9.2010 kl. 22:02

5 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Fannst fyrirsögning svolítið spaugileg, jörðin kemur til með að hafa það fínt þrátt fyrir þetta spáða sólgos og eins og Geiri bendir á þá eru allar líkur á að við mannverurnar höfum það fínt þrátt fyrir þetta spáða sólgos, aftur á móti eru það raftækin sem kæmu hugsanlega til með að hafa það skítt.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 24.9.2010 kl. 09:45

6 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Líklega er réttast að klára að framkalla allar stafrænu myndirnar og prenta út mikilvæg stafræn skjöl - svona til öryggis

Höskuldur Búi Jónsson, 24.9.2010 kl. 10:11

7 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Líklega er réttast að klára að framkalla allar stafrænu myndirnar og prenta út mikilvæg stafræn skjöl - svona til öryggis

Aldrei slæmt að eiga afrit 8)

Líka eflaust hægt að smella þessu á geisladiska, þeir ættu held ég, ekki að finna mikið fyrir þessu.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 24.9.2010 kl. 10:20

8 identicon

Vardandi áhrif á stafraena geymslu....er ekki haegt ad einangra slík taeki til thess ad verja thau fyrir skada? 

Er blý t.d. ekki ágaetis einangrunarefni í thessu sambandi?

BLÝ (IP-tala skráð) 24.9.2010 kl. 10:40

9 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Jú, það er hægt að eingangra raftæki töluvert betur en þau eru í dag til að lifa af svona púlsa.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 24.9.2010 kl. 12:38

10 identicon

Einmitt það er margt hægt að gera til þess að vernda tækin og takmarka skaðann.

En lönd heimsins þurfa að byrja á þessu strax í dag, Bandaríkjamenn eru byrjaðir.

Geiri (IP-tala skráð) 24.9.2010 kl. 14:05

11 identicon

En ef að ég þekki nú raftæki rétt og allt sem að því stendur.  þá er nú öldungis nóg að hafa slökkt á græjunum þegar skellurinn færi yfir...

Rafmagnstæki sem ekki er í gangi ætti ekki að skaðast við þessa skvettu. 
Semsagt slá lekaliðanum út þegar fréttir berast af þessari "heimsenda"sólgosskvettu að hún sé á leiðinni.  :)

Jón Ingi (IP-tala skráð) 25.9.2010 kl. 00:05

12 identicon

Jón Ingi: Er til viðbragðsáætlun í dag um að láta alla slökkva á öllum tækjum á réttum tíma?

Nei.

Geiri (IP-tala skráð) 25.9.2010 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband