Í fyrsta sinn: Sólin í öllu sínu veldi

NASA birti í dag fyrstu myndina af allri sólinni í heild. Hér eru herlegheitin:

515180main_sun360_304_020211_2356ut_full.jpg

sun360_304_058_1_31.gif

Vá! Ţessar glćsilegu mynd af sólinni var tekin međ STEREO sólkönnunarförum NASA. Smelltu hér til ađ sćkja mögnuđ myndskeiđ.

STEREO, sem er ekki eitt heldur tvö geimför, var skotiđ á loft í október 2006. Síđustu fjögur ár hafa geimförin tvö fjarlćgst jörđina smám saman og eru ţau nú hvort sínum megin sólar í geimnu. Annađ er rétt fyrir framan jörđina á braut hennar í kringum sólina en hitt eltir hana fyrir aftan brautarstefnuna. Ţessi uppsetning gerir mönnum kleift ađ sjá báđar hliđar sólar í einu, nokkuđ sem aldrei áđur hefur veriđ hćgt áđur. Ţetta er mikilvćgt ţví ef viđ viljum bćta spár um geimveđriđ er mikilvćgt ađ sjá virk svćđi á báđum hliđum sólar.

segulsvid_nordurljos.jpgAllir hafa séđ áhrif geimveđurs á jörđina. Á heiđskíru kvöldi eru góđar líkur á ţví ađ ţú sjáir norđurljós stíga dans á himninum. Norđurljósin má rekja til agna sem streyma stöđugt frá sólinni, annađ hvort hćgt og rólega (samt á um 400 km hrađa á sekúndu) eđa međ miklum látum í sólblossum og kórónuskvettum. Kórónuskvettur og sólblossar eru einmitt ţađ sem viđ menn hafa dálitlar áhyggjur af ţví ef mjög orkurík sprenging verđur á sólinni getur ţađ haft slćm áhrif á rafveitukerfi á jörđinni, GPS gervitungl og fjarskipti. Ţegar öflugur sólblossi verđur međ tilheyrandi kórónuskvettu verđa norđurljósin gjarna ótrúlega falleg.

Tengt efni


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband