Bloggfærsla gærdagsins...

Við blogguðum einmitt um þessa stórbrotnu uppgötvun í gær (Wink). Best að vísa bara á það fyrir áhugasama en þar segjum við örlítið meira frá þessari skemmtilegu frétt. 

Sjá hér

----

Námskeið í stjörnuskoðun 

Við viljum minna á námskeiðin okkar í stjörnufræði og stjörnuskoðun. Skráning er í fullum gangi en enn eru nokkur laus pláss.

Á sunnudaginn verða tvö krakkanámskeið, eða kannski öllu heldur fjölskyldunámskeiðin okkar. Við hvetjum alla sem hafa áhuga á himingeimnum til að skrá sig!

----

Falleg skífulaga vetrarbraut

Endum þetta á einni fallegri mynd:

eso1104a.jpg

Hér sést vetrarbrautin NGC 3621 á ljósmynd sem tekin var með 2,2 metra sjónauka ESO í Chile. Hún lítur út fyrir að vera dæmigerð þyrilþoka en ekki er allt sem sýnist. Vetrarbrautin er nefnilega harla óvenjuleg: Hún hefur ekki miðbungu og telst því hrein skífuvetrarbraut. Rauðu svæðin í vetrarbrautinni eru stjörnumyndunarsvæði, — risavaxin gas- og rykský þar sem stjörnur eru að fæðast.

Nánar er hægt að lesa sér til um hana hér.

Svo minnum við að sjáflsögðu á mynd vikunnar sem er einmitt af stjörnuhreiðri í Vetrarbrautinni okkar.


mbl.is Sólin er hnöttótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband