3.3.2011 | 19:38
Hvað hefur Hubblessjónaukinn kennt okkur um svarthol?
Eitt mikilvægasta markmið Hubble geimsjónaukans var að rannsaka svarthol og prófa kenningar um að risasvarthol leyndust í miðju margra vetrarbrauta. Tveimur áratugum síðar hefur Hubble hjálpað til við að leysa þessa ráðgátu og á sama tíma varpað fram nýjum spurningum sem stjörnufræðingar klóra sér í kollinum yfir. Í þessu vefvarpi Hubblecast fræðir Dr. J okkur um svarthol eins og þau hafa komið Hubble fyrir sjónir.
----
Akureyrarferð
Stjörnufræðivefurinn verður á Akureyri um helgina. Þar stöndum við fyrir kennaranámskeiði og fjölskyldunámskeiði í stjörnufræði og stjörnuskoðun ásamt Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness. Því miður er fullbókað á fjölskyldunámskeiðið um 60 krakkar skráðir auk foreldri.
Klukkan 16:00 á laugardaginn fer fram fræðslufundur Stjörnu-Odda félagsins. Fundurinn er öllum opinn en þar mun undirritaður fjalla um halastjörnur og Sverrir Guðmundsson um loftsteina. Fundur fer fram í húsakynnum Menntaskólans á Akureyri.
Verði veður hagstætt laugardagskvöldið 5. mars bjóðum við gestum og gangandi upp á stjörnuskoðun við Menntaskólann á Akureyri.
----
Stjörnukort fyrir marsmánuð
Við minnum svo að sjálfsögðu á Stjörnukort fyrir mars. Í mars byrjar Satúrnus að skríða upp á kvöldhimininn.
- Sævar
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Skemmtileg fræðsla um Hubble, takk fyrir það og gangi ykkur vel á Akureyri.
Höskuldur Búi Jónsson, 3.3.2011 kl. 21:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.