Konur og stjarnvísindi

7847-cecilia_payne-gaposchkin_bio.jpgAnnan hvern mánudagsmorgun flyt ég pistil um stjarnvísindi eða tengdar greinar í þættinum Vítt og breitt á Rás 1, þeim notalega morgunþætti. Í gærmorgun flutti ég pistil um konur og stjarnvísindi:

Á þriðjudaginn í síðustu viku var alþjóðlegur baráttudagur kvenna haldinn hátíðlegur. Markmið dagsins var að vekja fólk til umhugsunar um stöðu kvenna í veröldinni og mikilvægi jafnréttis.

Í gegnum tíðina hafa konur oft átt erfitt uppdráttar í vísindum og mætt miklu misrétti. Karlremban hefur á tíðum verið slík að stundum hefur konum hreinlega ekki leyfst að glíma við leyndardóma alheimsins.

En sem betur fer er þetta smám saman að breytast. Tölur frá nemendaskrá Háskóla Íslands sýna að konur eru í meirihluta í öllum deildum nema verkfræðideild. Konur eru smám saman að láta meira að sér kveða í raunvísindum, einkum jarðfræði, líffræði og efnafræði en af einhverjum ástæðum hefur stærðfræðin og eðlisfræðin orðið útundan. Þegar unnusta mín brautskráðist frá Háskóla Íslands fyrir tæpu ári var hún eina konan í hópi átta nemenda sem lauk námi í eðlisfræði það ár. Á sama tíma luku sjö konur námi í lífefnafræði en aðeins einn karl.

Konur eru um það bil fjórðungur af öllum stjörnufræðingum í heiminum. Í sumum löndum, t.d. á Íslandi, eru engir kvenkyns stjörnufræðinsgar starfandi, en í öðrum löndum er hlutfallið betra, allt upp í helmingur allra stjörnufræðinga. Þessar tölur lækka eftir því sem ofar dregur í aldri sem bendir til að félagslegar- og menningarlegar ástæður búi að baki kynjahlutföllunum. Eitt mikilvægasta verkefni alþjóðlegs árs stjörnufræðinnar 2009 var að vekja athygli á þessari skiptingu og finna leiðir til að laða konur að þessari ótrúlega skemmtilegu vísindagrein.

Konur hafa alla tíð lagt sitt af mörkum til stjarnvísinda en segja má að þeim hafi fyrst almennilega skotið upp á stjörnuhimininn seint á 19. öld og í upphafi þeirrar 20. þegar konur áttu einn stærsta þáttinn í að breyta stjarneðlisfræði í alvöru vísindagrein.

Síðar í pistlinum er sagt frá stjarnvísindakonu sem gerði eina mestu uppgötvun stjarneðlisfræðinnar aðeins 25 ára gömul. Þú getur hlustað á restina hér.

----

Hubble kannar Tarantúluþokuna

Í dag birtum við nýja stórglæsilega ljósmynd Hubble geimsjónaukans af Tarantúluþokunni í Stóra-Magellanskýinu, lítilli dvergvetrarbraut sem fylgir okkar Vetrarbraut. Tarantúluþokan er stærsta stjörnumyndunarsvæði sem við vitum um í nágrenni okkar í alheiminum. Þar finnast nokkrar massamestu stjörnur sem vitað er um í ofur-stjörnuþyrpingum sem lýsa upp þokuna og eiga sök á litadýrðinni þar.

Nánar hér http://www.stjornuskodun.is/frettir/nr/358

- Sævar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband