Sum verðlaun eru merkilegri en önnur

Ég hef ekki hugmynd um hver þessi maður er en hann er örugglega vel að verðlaununum kominn. Það eru góð vinnubrögð hjá Mbl.is og öðrum fjölmiðlum að segja manni hver hann er og hvað hann hefur afrekað.

En svo virðist sem bókmenntaverðlaunin og friðarverðlaunin séu mun merkilegri í hugum fjölmiðlamanna almennt. Hann er nefnilega dálítið sláandi, munurinn á umfjölluninni sem vísindaverðlaunin fá annars og bókmenntaverðlaunin hins vegar. Hér er lítið dæmi af mbl.is. Lítum fyrst á „umfjöllunina“ um efnafræðiverðlaunin:

efnafraediverlaun.jpg

Einhverju nær? Nei, ekki ég heldur. Fyrir hvað fékk hann efnafræðiverðlaunin? Hvaða þýðingu hafði uppgötvun hans fyrir okkur jarðarbúa? Það stendur allt í tilkynningunni frá Nóbelsnefndinni en annað hvort er metnaðurinn ekki meiri en þetta eða þekkingin ekki til staðar hjá blaðamönnum. Ef til vill er það beggja blands.

Kannski var bætt úr þessu í Morgunblaðinu í dag. Neibb, umfjöllun um efnafræðiverðlaunin er hvergi sjáanleg.

En svo er það umfjöllun mbl.is um bókmenntaverðlaunin:

bokmenntaverdlaun.jpg

Já, sumum verðlaunum er gert hærra undir höfði en öðrum. Umfjöllunin um þessi bókmenntaverðlaunin er þó hvergi nærri lokið. Þeim verða gerð góð skil í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu (sennilega Sunnudagsmogganum) að sjálfsögðu í sjónvarpsfréttum á RÚV (sem hafa nánast ekkert fjallað um vísindaverðlaunin).

Hvers vegna er þetta svona?

- Sævar Helgi


mbl.is Tomas Tranströmer fær Nóbelsverðlaunin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Ástæðan er sú að blaðamenn hafa almennt mjög litla eða þekkingu á raunvísindum. Þekkingarleysið veldur áhugaleysi, áhugaleysið veldur því að nær ekkert er um málin fjallað.

Matthías Ásgeirsson, 6.10.2011 kl. 12:27

3 Smámynd: Arnar Pálsson

Takk kærlega fyrir að taka þetta fyrir, þetta er akkúrat það sem ég hugsaði þegar ég skoðaði "fréttina".

Þessi frétt er skýrt dæmi um það viðhorf sem íslenskir fjölmiðlar hafa gagnvart vísindum.

Arnar Pálsson, 6.10.2011 kl. 14:04

4 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Þá sjaldan sem fjölmiðlar fjalla um vísindi, þá þarf oftast nær að leiðrétta þeirra umfjöllun. Kannski er þetta hræðsla hjá þeim við að segja eitthvað vitlaust. 

Höskuldur Búi Jónsson, 6.10.2011 kl. 14:52

5 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Því miður virðist þetta svona, að fjölmiðlamenn hafi margir hverjir engan áhuga á þessu. Það er þó alltaf einn og einn sem hefur áhuga. Til dæmis eru tveir áhugasamir hjá Fréttablaðinu, samanber umfjöllun þeirra um ALMA sjónaukann í blaðinu í dag. Fréttirnar þeirra eru líka yfirleitt alltaf mjög vel unnar og eiga hrós skilið fyrir það.

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 6.10.2011 kl. 15:46

6 identicon

Þetta var það fyrsta sem ég hugsaði...

. (IP-tala skráð) 6.10.2011 kl. 16:16

7 Smámynd: Hrannar Baldursson

Hið fréttnæma er semsagt það sem fellur að áhugasvaði fréttamanna. Snilldar samanburður hjá þér!

Hrannar Baldursson, 7.10.2011 kl. 07:10

8 Smámynd: Hrannar Baldursson

Þetta átti víst að vera "áhugasviði", en "áhugasvað" er óvart ekkert svo vitlaust hugtak.

Hrannar Baldursson, 7.10.2011 kl. 07:11

9 identicon

Velkomin í hópinn!!!!  Ég er einn af þeim sem hef stundað jaðaríþróttir (Frjálsar íþróttir) sem eru ekki vel liðnar í fjölmiðlum og þetta er akkúrat það sem við höfum þurft að búa við frá því ég man eftir mér. Ef bolti kemur ekki við sögu í íþróttinni þá er hún ekki þess virði að fjölmiðlar fjalli um hana  En grínlaust það er leiðinlegt að blaðamenn skuli nánast eingöngu fjalla um hluti sem falla að þeirrra persónulega áhugamáli.  Sumir bera því við að fólk hafi almennt ekki áhuga á raunvísindum en ég tel það vera fyrirslátt.

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 7.10.2011 kl. 11:28

10 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Hef einmitt tekið eftir þessu með íþróttirnar. Sammála þér að það er bara fyrisláttur að halda því fram að áhugi á vísindum sé lítill, mín reynsla er sú að áhuginn á svona pælingum sé miklu meiri en margir halda

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 7.10.2011 kl. 22:48

11 identicon

Ég er alveg hjartanlega sammála þér að áhugi á vísindum sé mikill í þjóðfélaginu. Ég vil þakka ykkur sérstaklega fyrir ykkar framlag  til vísinda hjá Stjörnufræðivefnum og kem inn á hann daglega. Ég er með master gráðu í Eðlisfræði og mitt áhugasvið liggur aðallega í  Cosmology en ég er alæta á alla hluti sem varðar vísindi og framfarir á þeim sviðum.

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 10.10.2011 kl. 13:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband