13.10.2011 | 20:00
Besti þátturinn í íslensku útvarpi
Í síðustu viku var tilkynnt hverjir hefðu hlotið Nóbelsverðlaunin. Nánast enginn fjölmiðill hafði fyrir því að útskýra almennilega fyrir fólki fyrir hvað verðlaunin voru veitt í læknisfræði, eðlisfræði og efnafræði en sá sem stóð sig langbest í því var Pétur Halldórsson, umsjónarmaður Tilraunaglassins á Rás 1. Hægt er að hlýða á umfjöllunina hér.
Tilraunaglasið er á dagskrá alla föstudaga milli 13 og 14 á Rás 1. Þar fjallar Pétur um vísindi og tækni vítt og breitt og gerir það mjög vel. Efnistökin eru góð því bæði hugvísindi og raunvísindi fá sitt pláss en auðvitað mismikið eftir þáttum. Í mínum huga er þetta besti þátturinn í íslensku útvarpi.
---
Í dag undirrituðu Chile og ESO undir samkomulag sem tryggir að stærsta auga jarðar verður byggt á fjalltindi Cerro Armazones í Atacamaeyðimörkinni í Chile. Með samkomulaginu er stærðarinnar griðarsvæði í kringum sjónaukann einnig tryggt svo útiloka megi truflanir af mannavöldum, svo sem ljósmengun og námuvinnslu, næstu áratugi.
Sjá nánar http://www.eso.org/public/iceland/news/eso1139/
---
Myndin hér að ofan var tekin með Hubble geimsjónaukanum. Hún sýnir vetrarbrautaþyrpingu sem í er svo mikið efni að þyngdarsvið hennar sveigir og beygir ljós sem berst í gegnum hana frá öðrum fjarlægari vetrarbrautum. Efnið er þó að mestu ósýnilegt. Það er ekki nægur sýnilegur massi í þyrpingunni til að útskýra bjögunina og því hlýtur hulduefni að vera líka til staðar.
Sjá nánar http://www.stjornufraedi.is/frettir/nr/520
- Sævar Helgi
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.