23.5.2012 | 02:27
Myrkvagleraugu fyrir ţvergöngu Venusar
Senn líđur ađ ţvergöngu Venusar 5.-6. júní 2012 og er undirbúningur í fullum gangi hjá félagsmönnum Stjörnuskođunarfélags Seltjarnarness. Til ađ gera sem flestum kleift ađ skođa sólina á öruggan hátt og sjá Venus á sólskífunni hefur félagiđ hafiđ sölu á sérstökum myrkvagleraugum.
Myrkvagleraugun eru úr sólarfilmu frá ţýska sjóntćkjaframleiđandanum Baader Planetarium. Hún síar burt hćttulega útfjólubláa og innrauđa geislun og hleypir ađeins í gegn 100.000 hluta sólarljóssins. Međ ţeim er ţví hćgt ađ horfa á sólina á öruggan hátt og sjá Venus sem dökkan punkt á sólskífunni en líka stóra sólbletti sem á henni eru annađ slagiđ.
Hćgt er ađ panta gleraugu á vefsíđu félagsins:
- 1 gleraugu kosta 500 kr
- 2-4 gleraugu kosta 400 kr./stk.
- 5 eđa fleiri gleraugu kosta 350 kr./stk.
Allur ágóđi af sölu gleraugnanna verđur nýttur til ađ efla áhuga á stjörnuskođun á Íslandi.
Opiđ hús í Valhúsaskóla sunnudaginn 3. júní
Sunnudaginn 3. júní verđur opiđ hús hjá Stjörnuskođunarfélaginu í Valhúsaskóla milli kl. 14:00 og 16:00. Ţar munu félagsmenn međal annars leyfa gestum ađ skođa sjónauka félagsins (sem er sá stćrsti á landinu) og ef veđur leyfir verđur sólin skođuđ međ ýmsum sjónaukum. Viđ segjum nánar frá ţví ţegar nćr dregur.
Ath! Hćgt verđur ađ kaupa myrkvagleraugun á opna húsinu.
Flokkur: Vísindi og frćđi | Breytt s.d. kl. 02:31 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.