Dreki á sveimi yfir Namibíu

Í vikunni hófst nýr kafli í geimkönnunarsögu mannkyns þegar geimfar einkafyrirtækis tengdist Alþjóðlegu geimstöðinni í fyrsta sinn. Þegar Dragon, eins og farið er kallað, nálgaðist geimstöðina tók hollenski geimfarinn André Kuipers þessa glæsilegu mynd af honum á sveimi yfir Namibíu.

7272241704_c370b5eb53_b.jpg

Mynd: ESA/NASA

Í nokkurra metra fjarlægð frá geimstöðinni fangaði fjarstýrði armur stöðvarinnar Drekann og festi loks við geimstöðina.

7272242208_942e87e4bb_b.jpg

Mynd: ESA/NASA

Drekinn mun losna frá geimstöðinni á fimmtudaginn í næstu viku og lenda í Kyrrahafinu undan ströndum suður Kaliforníu.

Minnum á myrkvagleraugun

Við minnum á sólmyrkvagleraugun fyrir þvergöngu Venusar. Með þeim er því hægt að horfa á sólina á öruggan hátt og sjá Venus sem dökkan punkt á sólskífunni en líka stóra sólbletti sem á henni eru annað slagið. Einnig er hægt að nota þau við sólmyrkva svo þau verða sannarlega ekki úrelt.

Hægt er að panta gleraugu á vefsíðu félagsins:

  • 1 gleraugu kosta 500 kr
  • 2-4 gleraugu kosta 400 kr./stk.
  • 5 eða fleiri gleraugu kosta 350 kr./stk.

Allur ágóði af sölu gleraugnanna verður nýttur til að efla áhuga á stjörnuskoðun á Íslandi.

PANTA GLERAUGU

 - Sævar Helgi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband