13.2.2013 | 20:58
Áttu sjónauka en kannt ekki á hann? Opið hús hjá Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness
Á undanförnum árum hafa ótalmargir eignast stjörnusjónauka. Við vitum líka að margir hafa aldrei lært almennilega á gripinn og sumir kunna hreinlega ekkert á hann.
Úr því vill Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness bæta.
Einu sinni í mánuði (oftast í kringum fullt tungl) býður félagið upp á opið hús í Valhúsaskóla þar sem allir geta komið með sjónaukann sinn og fengið kennslu á hann (líka þið sem eruð ekki félagsmenn). Ef sjónaukinn er bilaður munum við reyna að lagfæra hann eftir bestu getu.
Húsið verður opið hvort sem sést til stjarna eða ekki núna á föstudaginn (15. febrúar) milli klukkan 20 og 22. Ef þú átt ekki sjónauka er hægt að líta við, fá fræðslu um stjörnuskoðun, félagið og ef sést til stjarna geturðu fengið að sjá í gegnum stærsta sjónauka landsins.
Vertu hjartanlega velkominn í Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi föstudagskvöldið 15. febrúar milli klukkan 20 og 22!
- Sævar Helgi
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Sæll.. ég bý í Danmörku.. Tekurðu upp á video þessa fræðslu? vildi gjarnan læra meira á sjónauka.....
kveðja
Eggert
Eggert Guðmundsson, 13.2.2013 kl. 22:18
Sæll Eggert
Því miður höfum við ekki tök á að taka þetta upp. Fræðslan er ekki á formi fyrirlesturs heldur mun fólk mæta með sjónaukann sinn og vera kennt á hann persónulega.
Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 14.2.2013 kl. 14:23
Frábært! Mæti næst!
Margrét Hugadóttir (IP-tala skráð) 16.2.2013 kl. 17:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.