Vísindi í jólapakkann!

Hvað á að gefa vísindaáhugafólkinu í fjölskyldunni? Við höfum tekið saman nokkrar hugmyndir að jólagjöfum fyrir börn og fullorðna sem við mælum heilshugar með og birt á Stjörnufræðivefnum!

eu_unawe_earth_ball.jpgJarðarboltinn

Jarðarboltinn er kjörin gjöf fyrir yngsta áhugafólkið. Við gáfum öllum leik- og grunnskólum Jarðarbolta og hefur hann nýst þeim vel í náttúrufræðikennslu. Með honum fylgir lítil bók með verkefnum sem tengjast boltanum og eru til þess að fræða börn um dýrmætasta hnöttinn, Jörðina okkar. Ódýr og lærdómsrík gjöf sem taka má með sér í sundlaugina eða heita pottinn!

Með því að gefa Jarðarboltann styrkir þú Stjörnufræðivefinn! 


Þú getur keypt boltann á pöntunarsíðunni okkar.

viltu-vita-meira-um-himingeiminn_1223209.jpgViltu vita meira um himingeiminn?

Viltu vita meira um himingeiminn? er flipabók fyrir yngstu kynslóðina. Bókin fékk verðlaun frá Konunglega vísindafélaginu í Bretlandi sem besta vísindabókin fyrir börn! Þetta er enda frábær bók fyrir börn á aldrinum 3 til 8 ára!

Með kaupum á Viltu vita meira um himingeiminn? styrkir þú Stjörnufræðivefinn!

Bókin fæst í öllum bókaverslunum en þú getur líka keypt hana á pöntunarsíðunni okkar.

Við mælum með ýmsu öðru, svo sem Vísindabók Villa, smásjá og stjörnusjónaukum. Gefðu þroskandi jólagjafir!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband