Svarthol fyrir lengra komna

Vissulega þekkjast massamikil risasvarthol í miðju margra vetrarbrauta, líkast til einnig í okkar eigin Vetrarbraut. Myndunarsaga þessara risasvarthola er enn þann dag í dag mikil ráðgáta. Helsta rangfærsla fréttarinnar er sú að svartholið er alls ekki 18 milljörðum sinnum stærra en sólin helfur 18 milljörðum sinnum massameira.

Ennfremur má árétta að uppgötvunin á færslu sporbrautanna er ekki sönnun á almennu afstæðiskenningunni heldur sönnunargagn eða styrking. Það er lítið um sannanir í eðlisfræði. Þetta er aftur á móti enn ein perlan í safn kenningarinnar.

Í síðasta lagi má nefna að svartholið er ekki aðeins í mikilli fjarlægð frá sólkerfinu okkar heldur í mikilli fjarlægð frá Vetrarbraut okkar. 3,5 milljarðar ljósára er virkilega stór fjarlægð meira að segja á stjarnfræðilegum skala (25% af fjarlægðinni út að endimörkum okkar sýnilega alheims). Þessi dulstirni eru í raun vetrarbrautir sem innihalda risasvarthol sem er í óða önn að gleypa til sín efni. 

Við hjá stjornuskodun.is höfum tamið okkur að nota orðið vetrarbraut í stað stjörnuþoka. Hið síðarnefnda er notað fyrir margs konar fyrirbæri og er ruglingslegt í notkun. Ég minni á námskeið Stjörnuskoðunarfélagsins í stjörnufræði og stjörnuskoðun (www.astro.is).

Þótt þýðingar fréttanna séu stundum slakar þá fagna ég því að mbl beri okkur fréttir af undursamlegum alheimi okkar. 


mbl.is Gríðarstórt svarthol fundið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er stjörnufræðingur hér sem getur gefið mér álit á þessu. http://www.youtube.com/watch?v=U-3RLx_4Y5Y

Andri (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 19:39

2 identicon

Hmm já ég er forvitinn að vita hvað þið segið um þetta myndband..

Bjarki (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 20:50

3 Smámynd: Zaraþústra

Klippir saman tölvugerðar myndir, ljósmyndir úr gríðarstóru safni NASA og dramatískum heimsenda kvikmyndum frá Hollywood, bætir við dramatískri tónlist og samsæris sem nær til þúsundir manna og þú ert kominn með jútúb klippu.

Það er ekkert til í þessu. http://en.wikipedia.org/wiki/Nibiru_%28hypothetical_planet%29

Zaraþústra, 26.1.2008 kl. 23:14

4 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Sæll Andri.

 Ég horfði á helminginn af þessu myndbandi og var mér þá nóg boðið. Ekki taka því þannig að það er bara ég sem er "þröngsýnn" en rangfærslurnar í þessu myndbandi fara úr öllu hófi. Ég veit eiginlega ekki hvar á að byrja.

Stjörnufræðingar hafa aldrei fundið smáar reikistjörnur á borð við jörðina í sólkerfi hingað til. Flestar þær sem fundist hafa eru mun massameiri en sífellt finnast þó minni reikistjörnur. Þessi brúni dvergur í myndbandinu er ekki þekktur og ef hann væri til þá væri hann í miklu meiri fjarlægð en gefin er til kynna. (Proxima Centauri nálægasta stjarnan er í um 4 ljósára fjarlægð).

Ekki bara það að upplýsingarnar eru rangar og gripnar úr lausu lofti heldur er það í raun magn upplýsinga í myndbandinu sem kemur upp um það. Magn sem fer langt fram úr því hvað vísindaleg gögn segja og væru líkast til komin í heimsfréttirnar ef sönn reyndust. Þess vegna flokka ég þetta myndband (eða helminginn af því) sem trúarbrögð, költ eða einhverja aðra vitleysu samansetta á leiðinlegum sunnudagseftirmiðdegi. 

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 27.1.2008 kl. 11:01

5 identicon

Takk fyrir svarið.

Nasa hefur skrifað um Nibiru árið 1983 í wasington post og fleiri blöð, IRAS (sjónauki?) tók eftir þessari plánetu.

en núna segir Nasa að þetta hafi verið mistök..

Andri (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 18:47

6 identicon

Andri (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 18:50

7 identicon

Þetta eru ekki beint traustustu heimildirnar sem þú vísar í. Þessu er öllu svarað hérna:

Reikistjarnan X - Nibiru

Sævar Helgi (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 16:29

8 identicon

Takk fyrir að endurvekja þetta stjönufræðiblogg. Mig hefur undanfarið gjörsamlega vantað minn reglulega stjörnufræðiskamt.

 Var einmitt að pæla í því þegar ég las þessa frétt að það væri í eðli svarthola að þau hafi enga ákveðna stærð. En ertu þá viss um að þessi stærð sé ekki bara stærð á aðsópsskífu (eða einhverju álíka)?

Arnar Páll Birgisson (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 01:25

9 Smámynd: Zaraþústra

Andri, það stendur hvergi að um sé að ræða reikistjörnu í þessari grein:

So mysterious is the object that astronomers do not know if it is a planet, a giant comet, a nearby "protostar" that never got hot enough to become a star, a distant galaxy so young that it is still in the process of forming its first stars or a galaxy so shrouded in dust that none of the light cast by its stars ever gets through.

Þegar menn hafa ekki næg gögn við höndina til að ákvarða hvort þetta er reikistjarnan innan sólkerfisins (sem við myndum taka eftir óbeint vegna  þyngdarkraftsins, við höfum fundið minni plánetur með sama hætti) eða vetrarbraut er óhætt að segja að þetta er ekki heimild fyrir tilvist Nibiru.

Zaraþústra, 31.1.2008 kl. 09:44

10 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Arnar: Jú það er hægt að mæla stærð aðsópskringlu umhverfis svarthol en massi er helsti eiginleiki svarthola sem vísindamenn reyna að bera kennsl á. Í þessari frétt er átt við massann. Einnig er hægt að hugsa sér að tala um Schwarzschild radíus svarthola þ.e. þá fjarlægð frá svartholi þaðan sem ljós sleppur ekki (og þ.m.t. allt annað). Í þessum skilningi er hægt að tala um stærð svarthola.

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 31.1.2008 kl. 14:56

11 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

...það er samt sem áður massinn sem fastákvarðar Schwarzschild radíusinn.

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 31.1.2008 kl. 14:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband