1.2.2008 | 13:05
Gamla konan á Mars
Fyrir nokkrum dögum birtust fréttir um agnarsmáan Marsbúa. Ég setti ranga mynd inn á vefinn en er nú búinn að laga það. Færslan og myndin er hér neðar á þessari síðu.
En það er ýmislegt annað forvitnilegt sem sést á Mars. Á mynd sem Spirit-jeppinn tók á leið sinni upp Husband-hæðina sést steinn sem lítur út eins og gömul kona með einhvers konar höfuðfat og skykkju, á rölti upp hæðina, hugsanlega á leið að hitta Marsbúann agnarsmáa:
Ég vona að allir sjái umrædda konu; það þarf að minnsta kosti ekki mikið ímyndunarafl til þess. Upprunalega myndin er hins vegar að finna hér og gamla konan er vinstra meginn á myndinni, frekar smávaxin eins og Marsbúinn ógurlegi.
Missýn er magnað fyrirbæri. Við erum svo ótrúlega góð að sjá kunnugleg mynstur úr ótrúlegustu hlutum.
- Sævar
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Magnaðar myndir þarna og skemmtilegt hvað er hægt að sjá furðulegar fígúrur úr þessum steinmyndum.
Mér dettur í hug að Husband hæðin sem þú nefnir sé nefnd svo í minningu Commander Rick Husband sem stýrði Columbia flauginni sem fórst 1. feb 2003 yfir Texas.
Walter Ehrat, 1.2.2008 kl. 13:37
Jú, það er rétt, hæðin er nefnd til minningar um Rick Husband. Husband hæðin er einmitt hluti af Kólumbíuhæðum sem nefndar eru til heiðurs geimförunum sem fórust í Kólumbíuslysið.
Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 1.2.2008 kl. 15:01
Hér er líka mynd af marsbúanum. Smellið tvisvar á myndina til að sjá aðra gríðarstóra
Ágúst H Bjarnason, 3.2.2008 kl. 15:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.