7.2.2008 | 15:43
Svei þessari súlu
Áhugamenn um stjörnuskoðun hafa löngum fordæmt ljósmengun. Þessi svokallaða friðarsúla er hönnuð til þess að dæla ljósi upp í næturhimininn og auka þar með mengunina frá Reykjavík sem núþegar er gróflega oflýst borg.
Ég veit ekki með aðra en ég (og aðrir náttúrudýrkendur) fæ meiri frið og sálarró undir fallegum, stjörnubjörtum næturhimni. Þessi friðarsúla er vel meint en gerir meira ógagn en gagn, sama hversu listrænt/táknrænt gildi hennar kann að vera.
Kveikt á friðarsúlunni í kvöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.