Þykktin helmingi meiri. Stórmerkileg frétt en slök fyrirsögn

Hér hefur Ástralinn heldur betur komist að byltingarkenndri niðurstöðu en kannski ekki svo stórbrotinni eins og fréttamenn vilja meina í fyrirsögnum sínum. Eins og margir vita er vetrarbrautin okkar skífulaga safn af 100-400 milljörðum sólstjarna. Með niðurstöðu sinni hefur Gaensler tvöfaldað þykktina miðað við fyrri vitneskju. Tvöföld þykkt er í mínum huga ekki tvöföld stærð. T.d. teljum við okkur enn vita að vetrarbrautin er u.þ.b. 100 þúsund ljósár í þvermál (sem alls ekki hefur tvöfaldast). Í metrum talið er þetta 1.000.000.000.000.000.000.000 m.  Skífan í laginu eins og geisladiskur og er skv. Geansler 12.000 ljósár að þykkt. Hér fyrir neðan má sjá hvernig vetrarbrautarskífan lítur út frá okkur séð allan hringinn.

Þörf er á frekari rannsóknum til að staðfesta þessa fullyrðingu Ástralans en hér er samt komið skemmtilegt dæmi um það hvað opnir gagnabankar um stjörnufræði hafa að geyma mörg stórbortin leyndarmál. Hver sem er getur gramsað í þessum gögnum! 

 Milkyway_pan1


mbl.is Vetrarbrautin er tvöfalt stærri en talið var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ja, hún hefur nú tvöfaldast að rúmmáli við þetta þó hún hafi ekki stækkað að þvermáli.

Gulli (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 21:05

2 identicon

Eitthvað er bogið við þessa frétt á mbl.is sbr:

Hópurinn fékk allar helstu upplýsingarnar á netinu sem notaðar eru af flest öllum.

Að minnsta kosti botna ég ekki í þessari setningu. Líklega eru þeir að tala um þegar að tölvueigendur lána hluta vinnsluminnis tölva sinna fyrir flókna útreikninga og úrvinnslan er að því loknu send til rannsóknaraðila í gegnum Netið. 

Hægt væri að skilja þessa setningu þannig að vísindamennirnir hafi bara gúglað þetta og rekist á upplýsingarnar á Netinu.

Lárus Viðar Lárusson (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 21:13

3 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Gulli: Jú það er nokkuð til í því. Reyndar er skífan þéttust í miðju planinu og mjög gisin eftir því sem ofan/neðar dregur. Þá má kannski segja að efnið dreifir sér lengra og víðar en áður var talið. Þessi uppgötvun gæti orðið til þess að fjölmargir stjörnufræðingar sem gert hafa ráð fyrir ca 6000 ljósára þykkt þurfi að endurskoða rannsóknir sínar!

Lárus: Þetta er auðvitað fáránleg málsgrein en ég held að hér sé verið að vísa í þekkta  gagnagrunna í stjörnufræði sem hafa að geyma upplýsingar um fjöldann allan af fyrirbærum á næturhimninum, fjarlægð þeirra og litróf. Þessir gagnagrunnar eru margir öllum opnir en aðeins vísindamenn og áhugamenn um stjörnufræði nota þá dags daglega. Dæmi: SLOAN digital sky survey er gagnagrunnur um vetrarbrautir.

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 22.2.2008 kl. 23:37

4 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Ég vildi aðallega koma því til skila að þótt stjörnurnar dreifist nú mun víðar þá má ekki túlka þetta þannig að fjöldi stjarna í vetrarbrautinni hafi allt í einu tvöfaldast.

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 22.2.2008 kl. 23:41

5 identicon

Takk fyrir þessar upplýsingar um gagnagrunnana. Mbl.is væri nær að ráða ykkur í vinnu heldur en að láta svona fréttir frá sér fara.

Lárus Viðar Lárusson (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 19:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband