Alþjóðlegt ár stjörnufræðinnar

 

 

Árið 2009 er Alþjóðlegt ár stjörnufræðinnar í tilefni þess að 400 ár eru liðin frá því Galíleó Galílei hratt af stað vísindabyltingu sem hófst þegar hann beindi sjónauka til himins. Kynningarmyndin hér fyrir ofan var útbúin í tilefni ársins og íslenskuð af íslensku landsnefndinni sem fer með málefni ársins hér á Íslandi. Margt forvitnilegt verður gert, t.d. fyrirlestrar fyrir almenning, stjörnuskoðunarkvöld, sólskoðun, námskeið og heilmargt fleira. Fleiri fróðlegar myndir tengdar stjörnufræði má finna á YouTube svæði Stjörnufræðivefsins. Þar munu einnig smátt og smátt bætast við myndskeið um ár stjörnufræðinnar á Íslandi.

Stjörnufræðivefurinn er stór þátttakandi í árinu og verður fjölmargt efni tengt árinu aðgengilegt á vefnum, sem og vef Stjörnuskoðunarfélagsins og vef ársins 2009.is. Einnig verða einhver tilboð á sjónaukum og fylgihlutum í tilefni ársins hjá Sjónaukar.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband