18.12.2008 | 14:26
Árstíđir og vetrarsólstöđur
Hver ţáttur sólarinnar í loftslagssveiflum jarđar er skal ósagt látiđ. Ljóst er ţó ađ jörđin er ađ hlýna eins og til dćmis okkar fallegu jöklar bera vitni um. Ţótt síđasta ár hafi veriđ kaldara en árin á undan er hitastig ársins engu ađ síđur yfir međallagi líkt og Einar Sveinbjörnsson bendir á á bloggi sínu. Góđvinur okkar stjörnuáhugamađurinn og verkfrćđingurinn Ágúst H. Bjarnason er ekki á sama máli.
Ţann 21. desember verđa vetrarsólstöđur. Ţá er sólin lćgst á himninum og nóttin lengst. Smám saman tekur sólin ađ hćkka aftur og fćrir okkur birtu og yl. Margir halda ađ á veturna sé jörđin fjćrst sólu en nćst henni á sumrin. Svo er nú aldeilis ekki ţví jörđin er nćst sólu í janúar, einn kaldasta mánuđ ársins.
En hvers vegna verđa árstíđaskipti og hvers vegna er kalt á veturna en hlýtt á sumrin? Svörin viđ ţessum spurningum er ađ finna í grein á Stjörnufrćđivefnum um árstíđirnar.
Sjá: Árstíđir
12 kaldir" mánuđir ađ baki | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Flokkur: Vísindi og frćđi | Facebook
Athugasemdir
takk fyrir ţennan fróđleik og frábćrt blog
Margrét Guđjónsdóttir, 18.12.2008 kl. 21:59
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.